Flýtilyklar
MX brautin á Sauðárkrók
MX brautin okkar er á kafi í snjó, snócrossdeildinni til mikillar gleði. MX brautin á Sauðárkróki er
hins vegar opin og góð, hvetjum við alla til að fara og prófa þessa skemmtilegu braut. Baldvin Þór
fór um daginn ásamt nokkrum félögum. Þeir fengu að nota MX félagsheimilið á staðnum. Ásta
hjá VS hafði samband við mig og vildi hæla þessum félögum fyrir umgengni um húsið. Sagði að þeir hefðu
þrifið allt hátt og lágt og skilað því betur af sér en þeir fengu húsið. Hún sagði að þessir
kappar væru ávalt velkomnir. Frábært að heyra þetta. Þessir menn fá hól
dagsins:
Baldvin, Bjarki, Halldór Gauti, Sigrún og Hafþór fóru á
Sauðárkrók. Auðvitað komu þau sér í blöðin (sjá ofar) og ætluðu að hafa eitt orð um
brautina en það mistókst auðvitað því það er ekki hægt því brautin er fullkomlega sturluð.
Verið er að skipuleggja dag með félagsmönnum KKA og VS og munu menn ætla sér að eiga saman góðan dag í Skagafirði á
næstunni svona þegar óveðrinu slotar.
Athugasemdir