Flýtilyklar
MX brautinn opinn frá 13:00 laugardag & sunnudag.
Það hefur borið á því að menn hafi hringt og spurt hvort brautinn væri lokuð alla helgina, eða á meðan námskeiðið er hjá Valda. Það er akkurat svoleiðis að brautinn opnar þegar námskeiðinu er lokið báða dagana um eitt leitið og verður opinn fram á kvöld. Brautinn er geðveik og aldrei verið betri og virðist uðunarkerfið vera að gera gæfumuninn í þeim efnum. Búið er að setja yfir 20 krana og sprinklera um allt svæði og einnig í barnabrautina. Við ætlum að koma saman á laugardagsmorguninn á meðan námskeiðið er og leggja lokahönd á vatnslögn og fleira, tökum höndum saman og mætum og vinnum. Það eru ekki nema rétt 10 dagar í stóra daginn þannig ef menn eru með einhverjar hugmyndir hikið ekki við að mæta og gera gagn.
kveðja Gulli
Athugasemdir