Myndir frá KKA deginum

KKA dagurinn tókst vel, margir lögðu leið sína upp á svæði ýmist til að hjóla eða horfa á. Það var ljóst strax um morguninn að barnabrautin væri eitt drullusvað og var því brugðið á það ráð að græja nýja 50/85cc braut hjá pittinum. Nýja brautin mæltist vel fyrir og var hart barist hjá yngri kynslóðinni í báðum flokkum. Á pallinum var síðan grillveisla í boði félagsins og krökkunum veitt viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna. Enduro æfingunni var síðan slegið saman við MX æfinguna þar sem crossbrautin var nánast ófær :) Var það mikil skemmtun og mörg eftirminnanleg tilþrif litu dagsins ljós. Nokkrar myndir komnar í albúmið, til að skoða smelltu hér.

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548