Flýtilyklar
MÝVATN 2009 - 30 ÁRA AFMÆLISMÓT
Nú líður að stærstu mótorsporthelgi vetrarins – Mývatn 2009. Nú eru 30 ár síðan Mývatnsmót var haldið
í fyrsta sinn og verður þess minnst með ýmsu móti í ár. Meðal annars er búið að finna mikið magn af gömlum myndum og
vídeóklippum frá fyrstu árunum. Snjóalög eru nú með allra besta móti og er óhætt að hvetja menn og konur til að
fjölmenna í sveitina á vélsleðum. Rétt er að benda Ískrosskeppendum á að mæting er á laugardagsmorgun kl. 08:00,
því dagskráin er mjög þétt þessa helgina. Við erum búnir að semja við veðurguðina um að vera okkur hliðhollir og
það stefnir allt í frábæra skemmtun hérna í Mývatnssveitinni. Keppendur í Ískrossi og Snjócrossi verða að muna að
skrá sig í gegnum www.msisport.is fyrir lok skráningarfrests sem er á þriðjudagskvöldið 10/3 kl. 23:59.
Segjum kreppunni stríð á hendur og drífum okkur á Mývatn 2009 !
Dagskrá
Föstudagur 13. mars
Kl. 14:00 Samhliða brautarkeppni (skráning á staðnum kl 13:00-13:30)Kl. 16:30 Hillcross (skráning á staðnum kl 15:30-16:00)
Kl. 18:00 Jarðböðin (láta líða úr sér eftir átök dagsins)
Kl. 20:30 Ísspyrna í flóðljósum úti á Mývatni
Kl. 21:30 Setning Mývatn 2009 úti á Mývatni
Kl. 21:40 Keppendur kynntir
Kl. 22:00 Flugeldasýning
Laugardagur 14. mars
Kl. 8:00 Ískross – skoðun hjóla (skráning eingöngu á www.msisport.is)Kl. 9:00 Ískross – Tímatökur
Kl. 10:00 Ískross 1. móto
Kl. 11:00 Ískross 2. móto
Kl. 12:00 Ískross 3. móto
Kl. 14:00 Snocross – Tímatökur (skráning eingöngu á www.msisport.is)
Kl. 15:00 Snocross keppni hefst
Kl. 18:00 Jarðböðin (láta líða úr sér eftir átök dagsins og fyrir átök kvöldsins)
Kl. 20:00 Vídeosýning af afrekum dagsins hefst í Skjólbrekku
Kl. 21:00 Veisla kvöldsins hefst í Skjólbrekku
Kl. 21:30 Verðlaunaafhending fyrir afrek helgarinnar
Kl. 23:00 Dansleikur með hljómsveitinni Von
Mikilvægar upplýsingar
- Enn er laus gisting á Sel-Hótel, Gistiheimilinu Skútustöðum, Hótel Reynihlíð, ofl.- Snocrossbrautin verður við Skútustaði (í fyrsta sinn í 10 ár).
- Greiðfært er á vélsleðum í Mývatnssveit úr öllum landshlutum (frábær snjóalög).
- Samhliðabraut og Hillcross verður í Kröflu
- Miði á lokahófið í Skjólbrekku kr 6500 (innifalið hlaðborð, skemmtun og dansleikur)
- Verðlaunaafhending fyrir allar greinar fer fram í Skjólbrekku
- Íslandsmeistarar í Ískrossi verða krýndir í Skjólbrekku
Athugasemdir