Mývatn 2010 - Vélsleðamót

Hið rótgróna vélsleðamót við Mývatn hefur unnið sér fastan sess í hugum margra slaðmanna. í ár verður mótið með svipuðu sniði og undanfarin ár, dagsetningin verður 19-21. mars og gott að taka helgina frá í tíma.

 

Dagskrá
Föstudagur 19. mars
Kl. 14:00          Samhliða brautarkeppni (skráning á staðnum kl 13:00-13:30)
Kl. 16:30          Hillcross (skráning á staðnum kl 15:30-16:00)
Kl. 18:00          Jarðböðin (láta líða úr sér eftir átök dagsins)
Kl. 20:30          Ísspyrna í flóðljósum úti á Mývatni
Kl. 21:30          Setning Mývatn 2010 úti á Mývatni
Kl. 21:40          Keppendur kynntir
Kl. 22:00          Flugeldasýning

Laugardagur 20. mars
Kl.   8:00          Íscross – skoðun hjóla (skráning eingöngu á www.msisport.is)
Kl.   9:00          Íscross – Tímatökur
Kl. 10:00          Íscross 1. móto
Kl. 11:00          Íscross 2. móto
Kl. 12:00          Íscross 3. móto
Kl. 14:00          Snocross – Tímatökur (skráning eingöngu á www.msisport.is)
Kl. 15:00          Snocross keppni hefst
Kl. 18:00          Jarðböðin (láta líða úr sér eftir átök dagsins og fyrir átök kvöldsins)
Kl. 20:00          Vídeosýning af afrekum dagsins hefst í Skjólbrekku
Kl. 21:00          Veisla kvöldsins hefst í Skjólbrekku
Kl. 21:30          Verðlaunaafhending fyrir afrek helgarinnar
Kl. 23:00          Dansleikur með hljómsveitinni Von

Mikilvægar upplýsingar
- Enn er laus gisting á Sel-Hótel, Gistiheimilinu Skútustöðum, Hótel Reynihlíð, ofl.
- Snocrossbrautin verður við Kröflu.
- Samhliðabraut og Hillcross verður í Kröflu
- Miði á lokahófið í Skjólbrekku kr 6900 (innifalið hlaðborð, skemmtun og dansleikur)
- Hvanndalsbræður koma á óvart yfir borðhaldi.
- Verðlaunaafhending fyrir allar greinar fer fram í Skjólbrekku
- Skráning í Íscross og Snocross er opin á www.msisport.is fram til miðnættis 17/3
- Allar nánari upplýsingar á www.myvatn.is

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548