MÝVATN 7.-8. mars - ein stærsta akstursíþróttahelgi ársins !!!

Nú liggur fyrir endanleg dagskrá fyrir eina stærstu akstursíþróttahelgi ársins "MÝVATN 2008"

Föstudagur 7. mars.
Kl. 14:00 Samhliða brautarkeppni á vélsleðum.
Kl. 16:30 Hillcross á vélsleðum.
Kl. 18:00 Jarðböðin við Mývatn bjóða keppendum í bað.
Kl. 21:00 Setning Mývatn 2008 við Sel-Hótel Mývatn.
Kl. 21:00 Keppendur kynntir.
Kl. 21:30 Barkvöld með lifandi tónlist – tilvalið að koma sér í gírinn.

Laugardagur 8. mars
Kl. 8:00 Mæting og skoðun mótorhjóla fyrir íscross.
Kl. 9:00 Timataka fyrir íscross hefst.
Kl. 9:40 Íscross á mótorhjólum 1. móto.
Kl. 10:20 Íscross á mótorhjólum 2. móto.
Kl. 11:00 Íscross á mótorhjólum 3. móto.
Kl. 12:00 Mæting og skoðun vélsleða fyrir snocross.
Kl. 13:00 Tímataka fyrir snocross hefst.
Kl. 14:00 Snocross keppni hefst.
Kl. 17:30 Ísspyrna á snjósleðum.

Kl. 20:00 Fordrykkur og vídosýning af afrekum dagsins.
Kl. 21:00 Veisla kvöldsins hefst í Skjólbrekku.
Kl. 21:30 Verðlaunaafhending fyrir afrek helgarinnar.
Kl. 23:00 Dansleikur með hljómsveitinni Von.



Hillcross.
Keppt er í einum flokki þar sem allar vélastærðir eru leyfðar. Valin er brött brekka ca 300m löng (fer eftir aðstæðum hverju sinni). Þrír keppendur ræstir í einu og ekið upp brekkuna sem er með stöllum af bestu gerð. Sá sem kemur fyrstur upp kemst áfram í næstu umferð. Keppnishaldarar áskilja sér allan rétt til að móta reglur að aðstæðum hverju sinni.

Ískross á mótorhjólum.
Ekinn er braut á Mývatni sem er um 2 km löng, keppt er í tveimur flokkum standardflokki og kvennaflokki. Byrjað er á tímatöku og síðan eru ekin 3 móto í hverjum flokki, hvert þeirra tekur um 15 mínútur.
Hér er hægt að ná í keppnisreglur fyrir ísakstur.

Samhliða brautarkeppni – þessi gamla góða.
Brautin er um 400-600 m löng og er tvöföld, innri og ytri hringur með hliðum sem þarf að fara í gegnum, gefin eru refsistig (5 sekúndur) fyrir að fella hlið. Allir fara í gegnum tímatöku og 8 bestu tímar komast í úrslit. Úrslitin er útsláttur sem endar með einum sigurvegara. Keppt er í tveimur flokkum opinn flokkur og heldri manna flokkur +35 ára.

Ísspyrna.
Brautin er 201 metrar og er á glærum ís. Keppt er í einum flokki opinn flokkur snjósleða og er flest leyft. Fyrst er tímataka til að fá uppröðun og svo einfaldur útsláttur.

Snocross.
1. Keppni er samansett úr 3 hítum.

2. Riðlar eru ca 12 – 15 mín.

3. Stigagjöf í öllum riðlum er 25,22,20,18,16,15,14,13 o.s.frv.

4. Braut skal ekki vera styttri en 600m meira ef hægt er.

5. Breidd brautar skal vera um 8,5m (lágmark 2 troðarabreiddir).

6. Örygggisbúnaður: Sami skyldubúnaður í brynju og hnéspelkum í öllum flokkum, einnig er skylda að hafa hálskraga undir hjálmi í öllum flokkum.

7. Meistaraflokkur: 600cc (opinn flokkur) Allar helstu breytingar leyfðar, vél, kúplingar, púst, racing fuel. Undanþága 1: eldri sleðar en 2006 og allt að 800cc leyfðir m/racing fuel

8. Sportflokkur opinn: 600cc (opinn flokkur), ) Allar helstu breytingar leyfðar, vél, kúplingar, púst, racing fuel. Undanþága 1: 2007 Racing 440cc og eldri sleðar en 2006 og eldri allt að 800cc leyfðir m/racing fuel.

9. Unglingaflokkur: 600cc (standard flokkur), dælubensín engar breytingar leyfðar nema á kúpl drif og blöndungum (-100okt). Naglar ekki leyfðir. Undanþága 1: 2007 Racing 440cc og eldir leyfðir m/racing fuel


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548