N1 Íslandsmeistaramótið í Ískrossi - Ábending

Nú eru bara nokkrir klukkutímar í aðra umferð í Íslandsmótinu í Íscrossi og spáir þessu líka fína veðri (eins og alltaf), en spáin hljóðar uppá hálfskýjað með SV 1m/s og -3°C.

Keppendur eru beðnir að kynna sér vel reglur um útbúnað bæði ökumanna og sérstaklega varðandi dekkjabúnað á www.msisport.is en við verðum með skíðmálið á lofti og mælum lengd nagla / gadda í dekkjum keppenda af okkur þykir ástæða til. Samkvæmt tilkynningu frá MSÍ þann 9/2 mega naglar í vetrardekkjaflokki ekki standa lengra útúr dekki en 8 mm og í opnum flokki 15 mm. Einnig bendi ég keppendum á að kynna sér dagskrá keppninnar á vef MSÍ.

Það verður hörku keppni hér á laugardag og enginn svikinn af bíltúr í Mývatnssveitina !

P.S. Keppendur munið að taka sundfötin með því allir keppendur fá frítt í Jarðböðin að keppni lokinni.

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548