Flýtilyklar
Námskeið Valdi Pastrana
Valdi hefur verið með námskeið undanfarin ár fyrir norðanmenn í braut KKA í Glerárhólum og verður svo aftur í ár. Reynt var að fá hann fyrr en venjulega en mikið er að gera hjá Valda og var það ekki hægt núna en hann hefur skrifað okkur inn í dagbókina sína á næsta ári og er þá stefnt að því að hann komi í maí í upphafi tímabils til að koma mönnum í gírinn. Núna kemst hann helgina 28.-29. júlí en það er helgin fyrir MX mótið og er því að því leytinu óhentugt. Því er mætt með því að kennsla færi fram frá 08 á morgnanna fram til hádegis og brautin opin fyrir almenna umferð að námskeiði loknu. Nú er spurning hve margir væru til búnir til að koma. Vinsamlegast sendið mér póst um það efni: th@alhf.is ég safna fjöldanum saman og sé hvort sé grundvöllur fyrir námskeiðinu. sendið mér nafn og félagsnúmer og kt. Ég læt ykkur svo vita á síðunni eftir svona hálfan mánuð eða svo hvort að námskeiðinu verður.
f.h. fræðslunefndar (Þorsteinn)
Athugasemdir