Flýtilyklar
Olíuskipti
Lykilatriði varðandi endingu fjórgengismótora er að skipta um olíu. Á veturna getur verið ástæða til að skipta oftar, snjór getur komist í síuna, sérlega ef hjólin standa eitthvað úti, og svo bráðnar allt og lekur inn og olían verður ljós og vatnsblönduð. Til þess að menn nenni að skipta á réttum tíma verður olíuskiptin að vera sem fyrirhafnarminnst. Menn verða að koma sér upp rútínu, verkfæri í verkið t.d. flokkuð og geymd sér í skúffu, búið að koma sér upp þægilegum boxum eða skúffum fyrir olíuuna og fleira í þessum dúr. Ég hef gert mér minnislista svo maður þurfi nú ekki að vera leita að manualnum um hitt og þetta, t.d. herslu á boltum og olíumagn o.þ.h. Mjög mikilvægt er að fylgja vel eftir herslutölum, við viljum ekki herða of mikið, það getur verið afar erfitt að ná boltum úr, t.d. á járnsíunum ef hert er of mikið.
Meðfylgjandi er minnislisti sem ég hef gert mér, hann er á spilanlegu pdf formi (þarft bara adobe reader) og þú getur slegið á plúsinn og mínusinn til að fletta þessu út og inn. Ef menn lenda í vandræðum með þetta spilanlega pdf skjal geta menn hlaðið inn óspilanlegu pdf skjali hér sem sýnir öll stigin í einu, óspilanlegt pdf skjal
Athugasemdir