Flýtilyklar
Púka Enduró
09.09.2007
Farinn var í dag á vegum foreldraráðs KKA enduró túr með púka félagsins, lá leið okkar austur að Draflastöðum til hans Sidda. Þar fengum við að hjóla inn á lokuðu svæði í landi hans í Skuggabjagarskógi. Það er skemmst frá því að segja að túrinn heppnaðist gríðarlega vel og voru púkarnir sælir sem snéru heim aftur seinnipartinn eftir um 3-4 tíma akstur og grillveislu á Draflastöðum. Hann Aron Ernir er búinn að setja um 70 myndir inn á heimasíðuna sína, það er öllum velkomið að kíkja á þær og kvitta líka. http://aronernir.barnaland.is/album/
Athugasemdir