Rannsókn á viðhorfum almennings til miðhálendisins

Rannsókn á viðhorfum almennings til miðhálendisins
... hver er þín skoðun

Takið þátt í könnunina með því að smella hér.

Michaël Bishop er að rannsaka þetta mál og hann segir í bréfi til okkar allra:

Hér með er vinsamlegast óskað eftir þátttöku félagsmanna KKA í rannsókn á viðhorfum almennings til miðhálendis Íslands. 

Rannsóknin er hluti af meistaraverkefni mínu í Landfræði við Háskóla Íslands. Markmið hennar er að kanna viðhorf almennings á Íslandi til útivistar, ferðamennsku og náttúruverndar á miðhálendinu. Leiðbeinendur mínir og ábyrgðarmenn verkefnisins eru Dr. Rannveig Ólafsdóttir, prófessor í Land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands, og Dr. Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði.  Til þess að markmið rannsóknarinnar náist er afar mikilvægt að fá svör frá stórum og breiðum hópi íslensks útivistarfólks. Ég bið þig því vinsamlegast að framsenda bréf þetta til félagsmanna í þínum samtökum. Spurningakönnunin, sem samanstendur af um 30 spurningum, er nafnlaus og því verður ekki unnt að rekja svör til einstakra þátttakenda. Æskilegast er að þátttakendur svari öllum liðum könnunarinnar en þeir geta þó sleppt því að svara einstökum spurningum, kjósi þeir svo.   Rétt er að vekja athygli á því að þetta er fyrsta rannsókn sinnar tegundar á Íslandi þar sem eldri rannsóknir á viðhorfum til miðhálendisins hafa fyrst og fremst lotið að erlendum ferðamönnum. Með þátttöku í henni gefst svarendum ekki aðeins kostur á að leggja vísindunum lið heldur einnig að koma skoðunum sínum um stöðu og framtíð miðhálendisins á framfæri.  Hægt verður að svara könnuninni í þrjár vikur, það er frá 11. apríl til og með 2. maí 2018. Hér að neðan er hlekkur á könnunina:  https://haskoliislands.qualtrics.com/jfe/form/SV_a2IZHPNI3eHOWrj

Gerð verður grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar í meistararitgerð minni sem verður í opnum aðgangi á www.skemman.is, auk þess sem rannsóknin verður kynnt á ráðstefnum og með skrifum í blöð og tímarit.
Kærar þakkir fyrir aðstoðina og bestu kveðjur, Michaël Bishop

 


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548