Rauð númer

Nú er sumarið brostið á fyrir alvöru og hjólamenn farnir að hópast upp á svæði til að liðka sig og tækið eftir vetrardvala. Því miður eru margir sem láta freistast og aka torfæruskráðum hjólum innanbæjar á leið sinni upp á svæði og það jafnvel á göngustígum og grænum svæðum - það gengur ekki og verður væntanlega ekki liðið lengi af samborgurum okkar. Við hvetjum hjólamenn til að sýna gott fordæmi og aka ekki torfæruskráðum hjólum innanbæjar. Akstur þeirra er einungis löglegur á þar til gerðum akstursíþróttasvæðum og á einkalandi. Bætum ímynd okkar og sýnum þroska. Rautt númer þýðir hjólið á kerru eða í bíl út úr bænum. Að endingu skal tekið fram að óskráð og ótryggð hjól eru óvelkomin á aksturssvæði félagsins.

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548