Flýtilyklar
Samherji og KKA
Enn eitt árið styrkir Samherji starfssemi KKA. Samherji hélt heljarmikla samkomu í dag og voru styrkir afhentir, og húsnæði félagsins og skip skoðuð. Samherji byggði 2500 fermetra við fiskvinnslu sína, ÚA svæðið. KKA er mikill heiður gerður með þessari viðurkenningu og eru félagsmenn þakklátir, en þetta er mikil lyftistöng fyrir félagið. Samherji hefur styrkt íþróttastarfs frá því 2008, en þá ákvað félagið að gefa tugmilljónir króna til styrktar íþróttastarfi. Þetta átti bara að vera í þetta eina skipti. En Samherji hefur endurtekið leikinn á hverju ári síðan, og nú er félagið búið að gefa yfir 500.000.000 kr. til íþróttastarfs á svæðinu. KKA þakkar vel fyrir sig.
Athugasemdir