Flýtilyklar
Skeljungsmótaröðin 1.umferð Siglufirði
Góðir hálsar nú líður að því að fyrsta mótið verður flaggað af stað og allt orðið klárt á Siglufirði.
Brautarsvæðið er víst á mögnuðum stað til áhorfs ,liggur ofan í skál í fjallinu og það verða troðara ferðir fyrir áhorfendur svo þeir þurfa ekkert að hafa fyrir því að koma sér á staðinn, brautin er við skíðasvæðið og það getur ekki farið fram hjá neinum skilst mér.
Skráning keppenda verður að öllum líkindum leyfð fram á síðustu stund til að æsa sem flesta til að vera með.
Það er tilvalið fyrir sleðamenn að gera góðan dag úr þessu og koma á sleðum frá Ólafsfirði og annars staðar og fylgjast með Snocrossinu.
Nú er um að gera að draga hendur úr brók og drífa sig á Siglufjörð og sína sig og sjá aðra, því heyrst hefur að keppendur í fegurðarsamkeppni Þingeyjarsýslu verða á staðnum, fáklæddar í myndartökum ???
F.h Snocross, Stebbi
jjíííííhhhhhhaaaaaa
Athugasemdir