Flýtilyklar
Skeljungur styrkir Snocross mótaröðina ´09
Skömmu fyrir vetrarsýningu Ey-Líf í Ka höllinni var samið við Skeljung um að verða aðal styrktaraðili Snocross móta í vetur.
Styrkurinn er gerður í samstarfi Skeljungs og KKA akstursíþróttafélags og gildir í eitt ár til að byrja með og kemur sér einstaklega vel fyrir félagið og snocrossið, Skeljungur bætti svo við styrkinn að allir félagsmenn KKA geta orðið sér úti um Skeljungs staðgreiðslu kort sem veitir félagsmönnum góðann afslátt af bensíni og 15 % afslátt af öllum olíum, hreinsivörum og öðrum vörum sem Skeljungur hefur til sölu á afgreiðslustöðum sínum + að af hverjum keyptum bensínlíter sem félagsmenn kaupa þá rennur 1 kr. beint til KKA.
Stórgott framtak hjá Skeljungi sem hefur ætíð staðið vel á bakvið okkur í snocrossinu og bæta um betur í ár með þessum samningi.
Meðfylgjandi er mynd af Stebba gull forsvarsmanni Snocross á Íslandi og Þorgils hjá Skeljungi að undirrita samninga.
Við viljum þakka Skeljungi fyrir og hvetjum félagsmenn til að sína stuðning í verki og fá sér skeljungskort til að styrkja klúbbinn sinn.
Stebbi.
Athugasemdir