Flýtilyklar
Skráning hafin í fyrsta íscross mót vetrarins á Mývatni
Nú er búið að opna fyrir skráningu í fyrsta íscross mót vetrarins en það fer fram á Mývatni laugardaginn 12. janúar.
Skráningin fer fram á www.msisport.is og er þátttökugjaldið einungis kr 3000. Hér fyrir neðan er dagskrá mótanna og linkur á keppnisreglur, en
þau verða 3 talsins. Vegleg verðlaun verða fyrir bæði opinn flokk og standard flokk í hverju móti fyrir sig og einnig verða veitt verðlaun fyrir 1,2
og 3 sætið í stigakeppninni að loknum öllum þremur mótunum og verða verðlaun ekki af verri endanum.
1. sæti - Flug með Icelandair að eigin vali til Evrópu að andvirði kr 30.000.
2. sæti - Flug með Flugfélaginu að eigin vali innanlands að andvirði kr 20.000
3. sæti - 10 miða kort í Jarðböðin við Mývatn að andvirði kr. 12.000
Ef fleiri en 5 keppendu skrá sig í kvennaflokk verða sér verðlaun fyrir þær og ef fleiri en 10 skrá sig verður kvennaflokkur keyrður sér.
Þess má geta að nú er 40 cm þykkur ís á Mývatni og frábærar aðstæður til ísaksturs.
Sértilboð verða á Sel Hótel í tengslum við mótin. Allir keppendur fá frítt í Jarðböðin að móti loknu,
Sjáumst hress á Mývatni um næstu helgi !
Ís-Cross Dagskrá - 2008 - Tímaplan | |||||
Á ráslínu | Byrjar | Lengd | Öryggistími | ATH | |
Skoðun, allir flokkar. | 11:00 | ||||
Tímataka og upphitun nagladekk | 11:30 | 11:35 | 15:00 | 05:00 | |
Tímataka og upphitun Opinn flokkur | 11:55 | 12:00 | 15:00 | 05:00 | |
Moto 1 Nagladekk | 12::25 | 12:30 | 12:00 | 08:00 | + 1 hring |
Moto 1 Opinn flokkur | 12:45 | 12:50 | 12:00 | 08:00 | + 1 hring |
Moto 2 Nagladekk | 13:05 | 13:10 | 12:00 | 08:00 | + 1 hring |
Moto 2 Opinn flokkur | 13:25 | 13:30 | 12:00 | 08:00 | + 1 hring |
Moto 3 Nagladekk | 13:45 | 13:50 | 12:00 | 08:00 | + 1 hring |
Moto 3 Opinn flokkur | 14:05 | 14:10 | 12:00 | 08:00 | + 1 hring |
Verðlaunaafhending | 15:00 |
Reglur MSÍ um Ísakstur er að finna hér.
Athugasemdir