Flýtilyklar
Sleðaspyrna á föstudagskvöld
09.02.2010
Orðið á götunni er að spyrnan verði hrikalegt húllumhæ með þrjá flokka , Opinn flokk , standard flokk og gömlusleða flokk, við
miðum við cirka ´95 árg. eitthvað svoleiðis enda verða keppnishaldarar ekki mjög stífir á reglum á föstudagskvöldið, heldur
mun ungmennafélagsandinn svífa þarna yfir vötnum og þetta verður gert til gamans að sjálfsögðu. Það er að hvissast út um
allan bæ að menn eru að tjúnna gamla Indy 1000 sem var framleiddur í mjög takmörkuðu upplagi í kringum 1990 og Galdra grænn er klár
að sjálfsögðu, við hvetjum alla til að mæta og hafa gaman þó það sé ekki nema bara til að horfa, óstaðfestar fregnir
herma að von sé á 80- 90 sleðum í keppni og við munum rippa þessu af á klukkutíma, geggjað. Svo má eki gleyma tvímennings
prjón keppninni sem hefst um leið og spyrnukeppninni líkur. Látið sjá ykkur við Skautahöllina á föstudagskvöldið.Keppni hefst
stundvíslega kl:20:00 mæting keppenda er kl:19:00 og það er 3000 kr. keppnisgjald.
Sjá //
Sjá //
Athugasemdir