Flýtilyklar
Sleðaspyrna KKA Hlíðarfjalli 15. febr. á Éljagangi
15.02.2014
Shell V-POWER Sleðaspyrnan
Shell V-POWER sleðaspyrna KKA mun nú fara í Hlíðarfjalli fyrir ofan Akureyri, laugardaginn 15. febrúar. Skráning er á staðnum, keppnisgjald kr. 3000 (ath ekki posi)
Mæting keppenda klukkustund fyrir auglýsta keppni.
Þar munu etja kappi helstu sleðamenn landsins á flottustu tryllitækjunum og tilþrifin verða rosaleg að vanda!
Opið verður fyrir veitingar í Skíðastöðum á meðan dagskráin stendur yfir og því hægt að fá sér léttan kvöldverð uppi í fjalli.
Fjörið hefst kl 18.00 laugardaginn 15. febrúar. Endilega mætið tímanlega.
Athugasemdir