Snocross, Skeljungsmótaröðin 1. umferð

Snocross, Skeljungsmótaröðin 1. umferð
Hér er hart barist í sportflokki árið 08

Nú geta sleða áhugamenn farið að brosa því 1. umferð í Skeljungsmótaröðinni verður haldin á Siglufirði á laugardaginn 28 febrúar.

Þetta er nýlunda að hafa mót á Siglufirði en það hefur rignt williys grindum í Reykjavík eins og vanalega og þess vegna ekki hægt að hafa mót þar að svo stöddu sökum snjóleysis. Við mælum með að keppendur mæti ekki seinna en kl:10 og komi sér fyrir og svo verður dagskráin hefðbundin, þar að segja æfingar í öllum flokkum og svo byrjar partýið kl: 14 :00 að staðartíma, það er ekki nákvæmlega vitað enn með fjölda keppenda en ég hef heyrt að gamlar kempur hafa verið að belgja sig og munu mæta á ráslínu kokhraustir.

Látið herlegheitin berast manna á millum og fáum her manns til að fylgjast með og vera með á fyrsta móti vetrarins. 

Ég verð með frekari fréttir þegar skráningu líkur á fimmtudagskveldið og í guðanna bænum skráið ykkur sveitalubbar að austan,

með skjá ritvélinni ykkar. (tölva)

Fyrir hönd Snocross , Stebbi 


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548