Flýtilyklar
Snocross braut, kanski Mót ???
Nú er hvíta gullið að fylla öll vit hér fyrir norðan og menn tóku sig til og tróðu þessa líka stórkostlegu Snocross braut í kvöld, brautin er á grunni motocross brautarinnar og er alveg svakalega girnileg, 80-90 cm púður troðið í drasl og eftir stendur prjónfæri allsvakalegt.
Ég sendi hér máli mínu til stuðnings nokkrar myndir, einnig væri gaman að menn sem hafa áhuga á að keppa í Snocrossi í vetur skrifi athugasemd hér við myndirnar því það er jafnvel hægt að skella á móti með litlum fyrirvara þegar færið er svona frábært, það yrði að sjálfsögðu kvöldmót í bestu fáanlegu lýsingu, svo góðri að F1 brautin í Singapor á ekki séns, við getum sem sagt skellt móti á en það fer eftir hversu margir hafa áhuga á að vera með , við þurfum circa 20 manns svo þetta sé eitthvað fútt í þessu, látið menn vita af þessu ef þeir eru tölvulesblindir.
Stebbi the golden dick
Athugasemdir