Flýtilyklar
Starfsmenn á 1.umferð í MX
27.05.2009
Nú er það okkar mál KKA menn að koma og aðstoða við undirbúning í brautinni fyrir mót og einnig vantar menn til að flagga vera í pitt og einhver fleiri störf sem við deilum út á keppnisdegi. Látið endilega vita af ykkur ef þið eruð 100% klárir og getið aðstoðað, að er hægt að hringja í Stebba í síma 6625252 og melda sig.
Það er alltaf gaman að halda flott mót í nafni okkar félags og sína flatlendingum hvernig alvöru mót ganga fyrir sig :)
KKA hefur alltaf staðið undir væntingum og við förum ekki að láta deigan síga núna í kryppunni.
Mætum sem flestir og verum ferskir, formaður mótanefndar.
Athugasemdir