Flýtilyklar
TeamSilicon
02.03.2009
.... enn og aftur frá þessum magnaða TeamSilicon klúbbi, á þeim bæ eru menn þeirrar skoðunar að ofvirkur
sé mátulegt og of mikið sé nóg. Þeir eru t.d. með skrúfukvöld, supercrosskvöld og meira að segja
makaskiptakvöld, sem er reyndar enn bara æfing þeirra á milli því þeir eru allir makalausir, en nú hafa þeir ýtt úr
vör nýjasta framtakinu, heimasíðu: http://www.teamsilicon.net/ þeir hafa opnað
á vefnum vettvang fyrir félagsmenn og reyndar aðra til að fylgjast með framtakinu að stakri aðdáun. Vefurinn er fullkomlega gallalaus
en hann líður þó nokkuð fyrir að hafa enga mynd af undirrituðum innanborðs, en það stendur til bóta því ég sendi
vefnum nýlega passamynd af mér. Óskum TeSi til hamingju með framtakið.
Athugasemdir