Þegar piparkökur bakar ... uppskrift að ljósi

Elli skorast aldrei undan áskorunum, ekki einu sinni þeim skrítnu.   Elli segir að KTM hjól fæðist ljóslaus og því hafi ekki verið neitt annað að gera en að fara í breytingar á framljósinu,  sem eru þessar (höfuðljósin koma síðar):   

Uppskrift að ljósi á KTM enduro:
1.  Fá sér H4 peru.  (t.d. í Stillingu,  lýsir 80% meira en venjuleg pera)
2.  Skoða perustæði.    
3.  Taka peruhaldarann af speglinum
4.  Brjóta aðeins uppá kantana á perunni þá passar hún beint í spegilinn
5.  Festa peruna með strappabandi.
6.  Fá peruplögg úr fólksbíl, smella gúmíinu uppá peruna og plöggið á peruna.

Með þessum breytingum lýsir hjólið eins og jólatré,  einfalt og íslenskt,  segir Elli,  ekkert HID eða xenon ljósa vesen til tilheyrandi breytingum á rafkerfi og gríðarlegu lausafjárútstreymi. (þetta er það sama en í raun þ.e. hid og xenon,  en það er metal halide gas sem gefur ljósið, xenon gasið er bara notað þangað til metal halide gasið fer að virka en það tekur smá tíma svo til að vera ekki í myrkrinu þá er xenon gas notað til að lýsa til að byrja með.   Ef argon væri notað eins og á KKA svæðis ljósunum myndi það taka nokkrar mínútur að fá fullt ljós á hjólið).

Uppskrift af höfuðljósum kemur síðar,  og líka myndir af þessari framkvæmd þ.e. ljósasmíðinni.

Aðspurður um stjörnuhjólið,  sagði Elli að hann hefði hannað það sjálfur (engum hefði nú dottið það í hug) hann hafi svo talað við Örn í Stíl,   sem hafi prentaði hugmyndina á bílafilmu og límt það á hjólið.    Elli hafi svo sett á það lógó og ýmsar dónalegar athugasemdir svona öðrum til leiðinda og niðurlægingar.

Vefurinn þakkar Ella fyrir þetta skemmtilega innslag (Elli þú lætur mig vita ef ég hef haft uppskriftina rangt eftir)

 


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548