Þrautakóngur - góðar stundir á haustdögum.

Um 10 KKA félagar voru mættir upp á svæði eftir vinnu í dag. Tilefnið var "Þrautarkóngur" en hann gengur þannig fyrir sig að einn leiðir flokkinn um svæðið- og í ýmsar ÓGÖNGUR. Takist ekki þrautarkóngnum að ljúka þeirri þraut sem hann hafði valið fer hann aftast í röðina og næst fremsti tekur við og velur nýja þraut, sigri hann þrautina velur hann nýja þegar allir hafa klárað osfrv.  Smekkur manna er misjafn og til gamans má geta þess að á meðan einn valdi langar sandbrekkur sem útheimtu fullt-fullt af hestöflum valdi annar stórgrýti, hjólaburð og þ.h viðbjóð. Var þetta allt hin mesta skemmtun, svo mikil að það gleymdist að mynda mörg ódauðleg tilþrif Gauta Möller sem lék á alls oddi í dag og stóð uppi sem ókrýndur "tilþrifameistari dagsins".

Stefnan er að hittast af og til eftir vinnu upp á svæði, svona fram að snjóum. Reynt verður að tilkynna það með fyrirvara hér á vefnum enda allir velkomnir - ungir sem aldnir. Ekki skemmir að hafa "HardEnduro" hugarfarið með í farteskinu :)

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548