Tilkynning frá MSÍ.

23. ágúst. 2007

Vegna orðróms um að Husqvarna 125cc hjólin sem keppt hafa í MX mótaröðinni í sumar séu með 144cc uppfærslu. Þá var tekin sú ákvörðun að kalla inn hjól # 808 hjá Óskari Frey Óðinnssyni til skoðunar eftir 4. umferð Íslandsmótsins í MX sem fram fór í Sólbrekkubraut 18.08.2007. Það var auðsótt mál hjá ofangreindum keppanda og hans aðstoðarmönnum og komu þeir strax eftir seinustu umferð í unglingaflokki með hjólið til skoðunar. Tekið var ofan af mótornum og þvermál stimpils og slaglengd sveifaráss mæld. Niðurstaða mælinganna var að mótorinn í ofangreindu hjóli reyndist standa mál framleiðanda og var 125cc og telst þar með standast reglur MSÍ / FIM um vélarstærðir tvígengishjóla fyrir MX2 flokk.

MSÍ þakkar keppanda # 808 og hans aðstoðarmönnum gott samstarf og óskar þeim góðs gengis í framtíðinni.

virðingarfyllst,

f.h. MSÍ
Guðmundur Hannesson
Formaður
S:864-4732

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548