Tímaæfingar um helgina.

Sunnudagurinn var frábær á KKA svæðinu.     Pylsur steiktar og menn ræddu málinu og frábæran árangur KKA á loknu keppsnitímabili.      Tímatökur voru til æfinga í fjórum flokkum og vor tvær umferðir í hverjum flokki.     Mikil þátttaka var og allir skemmtu sér hið besta.      Bestum árangri í 85cc flokki náði Bjarki en fast á hæla hans fylgdi Hafþór.    Í þriðja sæti var svo hin bráðefnilega Álfhildur Rögn.      Í Byrjendaflokki sigraði Hilmir og Rúnar (sponsaður af Sjóvá) varð í öðru sæti og Guðmundur Alpakóngur var þar í þriðja sæti.      Kvennaflokkinn vann Hulda,  Sigrún varð í öðru sæti og Halla varð í þriðja sæti.    Halla varð hins vegar í fyrsta sæti í  sérstökum sparaksturflokki en hún sigraði þar örugglega enda sýndi hún þar ótvírætt snilldartakta.    Sérlega þótti fyrsti hringurinn skipta máli en þann hring hafði Halla skrúfað fyrir bensínið.      

Í MX1 flokknum var mikill fjöldi.    Ekki var betur séð en gömlu mennirnir í klúbbnum hefðu eitthvað misskilið þetta því engu var líkara en þeir héldu að þetta væri keppni og ekki bara keppni heldur heimsmeistaramót og Olympíuleikar.      Mátti oft sjá ungu mennina stoppa og spjalla saman í miðju móttói og var gaman að sjá hvernig þeir veltu fyrir sér hverri beygju og holu í brautinni snéru jafnvel við og pældu betur í þessu.    Lærdómsríkt var að sjá hvernig þeir gátu gert sér gott úr þessari æfingu.      Venjulega urðu þeir þó að halda áfram þegar þeir sáu stóran hóp af gömlum körlum gösslast og hossast áfram á öllum endum og nálgast þá hægt.    Í einni af fjölmörgu kaffipásum sem Kristófer og Baldur tóku sér í móttóinu höfðu þeir einmitt á orði hve óskaplega alvarlega þessir gömlu jaxlar tækju þetta og spurðu hvort þeir hefðu eitthvað misskilið þessa "æfingatímatöku",  það væri nú allt í lagi að stoppa við og við og fá sér kakó og kleinur og spekúlera aðeins í hlutunum.    "Það væri nú ekki skrítið þó þeir hefðu aldrei getað neitt ef þeir hafa alltaf verið með svona gassagang." varð þeim félögum að orði.      Úrslit urðu þessi í MX1:     Kristófer vann og fast á hæla hans var æfingafélagi hans Baldvin og þar á eftir kom Ísak (Arnór) í þriðja sæti.    Svo komu aðrir.        Löngu síðar komu á öllum endum gamalmenni klúbbsins.        Sá langelsti sat hjá, taldi hringi, tók tímann og horfði öfundaraugum á hina aka,  enda þótti hann óvenju fúll þennan dag og er þá mikið sagt.


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548