Flýtilyklar
Tímamörk á skráningum í keppni
16.01.2008
Ágætu félagar,
Nú er nýtt starfsár að hefjast í sportinu hjá okkur samkvæmt útgefinni mótaskrá MSÍ fyrir 2008. Árið mun hefjast á Mývatni þar sem fram fer Íscrosskeppni sem er partur af Íslandsmótaröð í Íscrossi. Það hefur verið ákveðið að
skráning í keppnir héðan í frá mun alltaf ljúka á miðnætti mánudags fyrir hverja keppni og ekki mun verða hægt að skrá sig til keppni eftir það. Skráningin er opin í það minnsta í 2 vikur fyrir keppnina þannig að um nægan tíma er að ræða til að skrá sig. Ástæðan fyrir þessari breytingu er einfaldlega til að létta á störfum starsmanna keppnanna sem hingað til hafa þurft að setja mótin upp á mótstað rétt fyrir keppni vegna óreglu í skráningum. Þetta viljum við koma í veg fyrir og koma vel udirbúnir til keppni og geta keyrt mótin hnökralaust. Þess vegna vonum við að keppendur líti á þessa breytingu jákvæðum augum og skrái sig tímanlega hverju sinni, það þjónar engum tilgangi að bíða...
Hér er listi yfir tengiliði aðildarafélaga MSÍ
Með fyrirfram þökk um góð viðbröggð,
Guðmundur Hannesson
Formaður MSÍ
Nú er nýtt starfsár að hefjast í sportinu hjá okkur samkvæmt útgefinni mótaskrá MSÍ fyrir 2008. Árið mun hefjast á Mývatni þar sem fram fer Íscrosskeppni sem er partur af Íslandsmótaröð í Íscrossi. Það hefur verið ákveðið að
skráning í keppnir héðan í frá mun alltaf ljúka á miðnætti mánudags fyrir hverja keppni og ekki mun verða hægt að skrá sig til keppni eftir það. Skráningin er opin í það minnsta í 2 vikur fyrir keppnina þannig að um nægan tíma er að ræða til að skrá sig. Ástæðan fyrir þessari breytingu er einfaldlega til að létta á störfum starsmanna keppnanna sem hingað til hafa þurft að setja mótin upp á mótstað rétt fyrir keppni vegna óreglu í skráningum. Þetta viljum við koma í veg fyrir og koma vel udirbúnir til keppni og geta keyrt mótin hnökralaust. Þess vegna vonum við að keppendur líti á þessa breytingu jákvæðum augum og skrái sig tímanlega hverju sinni, það þjónar engum tilgangi að bíða...
Hér er listi yfir tengiliði aðildarafélaga MSÍ
Með fyrirfram þökk um góð viðbröggð,
Guðmundur Hannesson
Formaður MSÍ
Athugasemdir