Flýtilyklar
Úrslit í annari umferð snocrossi á Akureyri 09.02.2008
Önnur umferð í Íslandsmótinu í snocrossi fór fram á félagssvæði KKA ofan Akureyrar á laugardagskvöldið í nýju flóðljósunum sem
vígð voru kvöldið áður.Ekki voru veðurguðirnir að hjálpa okkur þetta kvöldið sunnan hvassviðri og hríð, en það létu hvorki keppendur né áhorfendur á sig fá og var fyrsta umferð ræst kl 20.00
Í kvennaflokki sigraði Villa Dan með nokkuð öruggum hætti leiddi keppnina allan tímann til stiga og var sigurinn aldrei í hættu. Þó svo að Berglind og Hulda hafi klórað í hana inn á milli. Það verður gaman að fylgjast með hröðum framförum hjá stelpunum og hvernig samkeppnin mun harna með vorinu.
Í unglingaflokki var hart barist á milli heimamannana Hafþórs Grant og Bjarka Sigurðssonar sem háðu mikla baráttu og skildi einungis eitt stig kappana í endan á deginum. Árni Ásbjarnar var öruggur með þriðja sætið þrátt fyrir að koma til leiks með ælupesti og fór fárveikur af mótsstað, segir sagan að enn sé verið verka upp eftir hann æluslóðina heima hjá Tryggva og Reginu. Lei'rétting: Nafn Andra Þórs Eyþórssonar féll því miður út í listanum og er hann settur hér inn aftur Andri lenti í 5 sæti biðjumst við velvirðingar á því að Andri Þór féll af listanum.
35+ flokkurinn var leiddur af hinum síunga Frey Aðalgeirs sem að vann 1 og 3 umferðirnar. En það var félagi hans Þór Kjartans sem að keyrði glæsilega til sigurs í annari umferð og hélt Frey við efnið. Siddi Málari kom svo öruggur í þriðja sætinu eftir að Gunni skallapoppari Hákonar þurfti að sætta sig við að hætta keppni eftir að ofur yamminn leið útaf í lok fyrstu umferðar.(þvílík rödd í þessu tæki). En við vonum að Gunni verði búinn að finna út úr því fyrir næstu umferð.
Í Sport flokknum var sigurinn aldrei í hættu þar sem Baldvin keyrði stórglæsilega þar sem honum var aldrei ógnað. En þar á eftir komu Gummi Skúla,Valdi,Kristófer og Ármann og voru þeir að slást um næstu fjögur sætin og skiptust á að taka fram úr og mikill kappakstur sem gladdi augað. Þeir Valdi og Kristófer eru að koma nýjir og beyttir inn og verður gríðarlega gaman að sjá þennan flokk þróast í vetur.
Meistaraflokkurinn var afar skemmtilegur á að horfa Jonni átti afar daprar ræsingar í öllum umferðum sem að gerði keppnina gríðarlega skemmtilega þar sem hann var að keyra áberandi hraðast en þurfti að vinna fyrir sínu með miklum kappaksti við Helga Reyni í fyrstu umferð sem endaði með því að Jonni tók forystuna og vann umferðina örugglega. Í annari umferð sat Jonni marga hringi á eftir Sæþóri sem keyrði glæsilega en svo kom að því að Jonni stakk sér fram úr Sæþóri og sótti þá hratt á Stessa og með ótrúlegum hætti tók Jonni fram úr Stessa á næstsíðasta pallinum á síðasta hring í umferðinni. Í þriðju umferð tóku þeir bræður Stessi og Brói forystuna og létu hana aldrei af hendi þrátt fyrir harða keppni frá Jonna.
Úrslit má einnig skoða á : http://mylaps.com/championship/index.jsp?id=26184
Kvennaflokkur:
1 |
12 | Vilborg Daníelsdóttir |
2 | 19 | Berglind Ósk Guttormsdóttir |
3 | 995 | Hulda Þorgilsdóttir |
4 | 342 | María Sigurrós Ingadóttir |
5 | 350 | Vibeke Svala Kristinsdóttir |
6 | 117 | Hafdís Svava Níelsdóttir |
Unglingaflokkur
1 |
430 | Hafþór Ágústson |
2 | 670 | Bjarki Sigurðsson |
3 | 44 | Árni Ásbjarnarson |
4 | 108 |
Sigþór Hannesson |
5 84 Andri þór Eyþórsson
35+ flokkur
1 |
55 | Freyr Aðalgeirsson |
2 | 47 | Þór Kjartansson |
3 | 454 | Sigurður Rúnar Sigþórsson |
4 | 8 | Hákon Gunnar Hákonarson |
Sportflokkur opinn
1 |
85 | Baldvin Þór Gunnarsson |
2 | 281 | Guðmundur Skúlason |
3 | 270 | Valdimar Þórðarson |
4 | 162 | Ármann Örn Sigursteinsson |
5 | 690 | Kristófer Finnsson |
6 | 43 | Jón Geir Friðbjörnsson |
7 | 18 | Hjalti Bergsteinn Bjarkason |
8 | 188 | Guðjón Ármannsson |
9 | 700 | Gestur Kristján Jónsson |
10 | 379 | Tryggvi Freyr Valdimarsson |
11 | 112 | Páll Snorrason |
12 | 77 | Ævar Freyr Eðvaldsson |
13 | 162 | Ármann Örn Sigursteinsson |
Meistaraflokkur
1 |
24 | Jónas Stefánsson |
2 | 29 | Steinþór Guðni Stefánsson |
3 | 7 | Reynir Hrafn Stefánsson |
4 | 54 | Helgi Reynir Árnason |
5 | 154 | Ásgeir Frímannsson |
6 | 132 | Sæþór Sigursteinsson |
7 | 173 | Fannar Magnússon |
Athugasemdir