Útgefnar undanþágur

Fjölmargir foreldrar og forráðamenn hafa sótt um undanþágu frá ákvæðum umferðarlaga um ökuskírteini og lágmarksaldur ökumanna við æfingar og keppni á æfinga- og keppnissvæðum, sem samþykkt hafa verið sem slík af sýslumönnum landsins, t.d. svæðum KKA í Glerárhólum,

ísakstursvæðinu við Hvamm og annars staðar þar sem KKA og önnur félög kunna að fá leyfi fyrir slíkum svæðum í framtíðinni svo sem í landi Háagerðis í Eyjafjarðarsveit, allt skv. 21. gr. reglugerðar nr. 507/2007 um akstursíþróttir og aksturskeppni. Á tenglinum umsóknir hér til vinstri má skoða lista yfir þau börn og unglinga sem þegar hafa hlotið undanþágu.

Það er brýnt að foreldrar / forráðamenn barna og unglinga sem stunda akstur á svæði félagsins gangi frá umsókn fyrir barn sitt hið fyrsta. 

Samkvæmt reglugerð skal lágmarksaldur miðað við ökutæki vera:

c. Tvíhjóla torfærutæki með tvígengisaflvél að slagrými
allt að 65 rúmsentimetrar frá 6 ára aldri
allt að 85 rúmsentimetrar frá 10 ára aldri
allt að 105 rúmsentimetrar frá 12 ára aldri
allt að 145 rúmsentimetrar frá 14 ára aldri
145 rúmsentimetrar eða meira frá 15 ára aldri

d. Tvíhjóla torfærutæki með fjórgengisaflvél að slagrými
allt að 110 rúmsentimetrar frá 6 ára aldri
allt að 125 rúmsentimetrar frá 10 ára aldri
allt að 150 rúmsentimetrar frá 12 ára aldri
allt að 250 rúmsentimetrar frá 14 ára aldri
250 rúmsentimetrar eða meira frá 15 ára aldri

d. Torfærutæki á beltum (vélsleðar) með aflvél að slagrými
allt að 185 rúmsentimetrar frá 6 ára aldri
allt að 440 rúmsentimetrar frá 12 ára aldri
allt að 600 rúmsentimetrar frá 14 ára aldri

Hægt er að nálgast umsóknareyðublaðið hér.

Hægt er að skoða lista yfir börn og unglinga sem hlotið hafa undanþágu hér. 

 


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548