Flýtilyklar
Varðandi gistingu á tjaldstæðum á Akureyri
12.06.2008
Stjórn KKA hefur náð samningum við Akureyrarbæ og skátafélagið Klakk varðandi aldurstakmörk á tjaldstæði við Þórunnarstræti á Akureyri. Rök KKA voru tekin góð og gild, þar sem okkar fólk er íþróttafólk, öðrum til sóma og ekki á höttunum eftir útihátíðarstemmningu heldur góðum nætursfefni. Þetta virkar þannig að ef keppandi (sem verður að vera orðinn 18 ára) sendir póst á msi@msisport.is með beiðni þessa efnis, fer í gang ferli sem leiðir til leyfisveitingar fyrrgreindra aðila. Miðað er við keppanda + aðstoðarmenn.
Sjáumst hress á Akureyri um helgina.
Stjórn KKA.
Athugasemdir