Tryggingar ????
Ath. svo virðist sem tryggingar hjá Sjóvá Almennum innifeli ALDREI slysatryggingu ökumanns í keppni eða við æfingar fyrir keppni. Ég get ekki annað séð á heimasíðu þeirra en þeir undanskilji algerlega alltaf slysatryggingu ökumanns. Vinsamlegast skoðið þetta því ef þið viljið keppa eða æfa fyrir keppni og hafa slysatryggingu ökumanns þá get ég ekki annað sé en þið þurfið að leita til annarra vátryggingarfélaga en Sjóvá Alm. Ég get ekki annað séð en þetta sé svona, en leiðrétti það ef rangt er. Vinsamlegast skoðið tryggingarmál ykkar ef þið teljið ykkur vera fulltryggða. ATH: að þó þið séuð með keppnisviðauka frá Sjóvá þá dugar það ekki, sá viðauki tekur bara yfir ábyrgðartrygginguna en ekki slysatryggingu ökumanns!!!Slysatryggingar sem Sjóvá auglýsir (sjá hér að neðan) að eigi að taka í staðinn eru ekki slysatryggingar ökumanns, heldur staðlaðar tryggingar með stöðluðum bótum sem taka ekkert mið af raunverulegu tjóni. Þær eiga lítið skylt við slysatryggingu ökumanns. Úr slysatryggingu ökumanns eru greiddar bætur eftir skaðabótalögum, þ.e. tjónþolar fá bætur í samræmi við tjón sitt.
Á heimasíðu sjóvá stendur:
Ábyrgðar- og slysatrygging ökumanns og eiganda ökutækis eru löboðnar tryggingar á öllum skráningarskyldum ökutækjum. Viðskiptavinir sem taka þátt í aksturskeppnum þurfa að hafa sérstakan keppnisviðauka til viðbótar við lögboðna ökutækjatryggingu. Viðaukinn inniheldur ábyrgðartryggingu á ökutækinu sem keppt er á.
Slysatrygging í lögboðinni ökutækjatryggingu gildir ekki þegar keppt er á ökutækinu. Við hvetjum því viðskiptavini til að fá sér Almenna slysatryggingu séu þeir að keppa í akstursíþróttum. Þeir sem vilja kaupa slysatryggingu þurfa að huga að því tímanlega fyrir keppni. Sótt er um slysatryggingu með því að fylla út umsókn um Almenna slysatryggingu og eyðublað vegna akstursíþrótta og koma þeim til okkar í næsta útibú eða senda á sjovalif@sjova.is
Athugasemdir