Vatn tekið af svæðinu í dag.

Vaskur hópur manna var mættur uppfrá nú í morgunsárið. Unnið var við að frostverja sprinkler kerfið með glycol og ýmisleg önnur verk féllu til því samhliða. Vonandi eigum við þó eftir að geta nýtt okkur svæðið til aksturs fram eftir hausti, en það er mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að vatn hefur verið tekið af og eru allir beðnir að eiga ekki við krana eða útiklósett (sem nú er læst) til að ekki hljótist skemmdir af þegar frostið harnar.

Svæðisnefnd KKA.


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548