Vel heppnað Snocrossmót í Ólafsfirði í dag.

Vel heppnað Snocrossmót í Ólafsfirði í dag.
Þriðja umferð Íslandsmeistaramótsins í Snocross fór fram í dag á Lágheiði ofan Ólafsfjarðar. Keppnin fór fram í ágætu verði, brautin góð - breið og mátulega löng. Vel var mætt af áhorfendum, allt gekk vel og slysalaust fyrir sig og fengu viðstaddir þó nokkuð fyrir sinn snúð.


 
jonni.is á LYNX 600 SnoCrossÍ meistaraflokki varð Jónas Stefánsson sigurverari dagsins. Ásgeir Frímannsson vann fyrsta"hít" og Jónas sigraði annað  "hít" mjög sannfærandi en þurfti töluvert að hafa fyrir hlutunum í þriðja "híti" þar sem hann náði lélegu starti og var um miðbik rúmlega hálfum hring á eftir fyrsta manni. Það er þó greinilegt að strákurinn býr vel að ferðalagi sínu til Svíþjóðar fyrr í vetur, með einskærri keppnishörku og úthugsuðu aksturslagi tók hann fram úr hverjum keppinautnum af öðrum og sigraði sinn flokk örugglega, spurning er hvort nokkur í þessum flokki sé í jafn góðu keyrsluformi.
 

 
Verðlaunaafhending í SportflokkiÍ Sportflokki var það Baldvin Þór Gunnarsson (kka) sem var ósnertanlegur allan daginn. Það leika öll tæki í höndunum á þessum unga manni og er 600 IQ inn þar engin undantekning. Baldvin átti sennilega besta akstur dagsins, sigraði örugglega með fullt hús stiga og það er ljóst að meistaraflokkurinn verður ekki samur við sig þegar hann bætist í hópinn þar.
 

 
Stoltir foreldrar fagna með Bjarka #670Unglingaflokkurinn var keyrður með Kempuflokknum (+35) og var það mikið sjónarspil að fylgjast með. Bjarki Sigurðsson (kka) ók af miklu öryggi allan daginn, strákurinn hefur ótrúlegt vald á sleðanum og er greinilega fæddur snocross keyrari líkt og liðsfélagi sinn Baldvin Þór. Það eru fleiri upprennandi hetjur í unglingaflokknum og af öðrum ólöstuðum vakti Hafþór Grant athygil, hann er eldsnöggur og hraður keyrari sem vantar bara örfá púsl inn í myndina til að ná fullkomnum degi.
 

 
Gunnar Í kempuflokknum (+35) gekk á ýmsu, Þór Kjartansson stóð uppi sem sigurverari dagsins, Þór ók jafnt og þétt allan daginn og hagnaðist óneitanlega á hrakförum keppinauta sinna. Freyr Aðalgeirs fór á sviðin í annari umferð og Gunnar "gamli" Hákonar (kka) mátti sætta sig við að yfirgefa yammann á einum pallinum í öðru "híti" þegar 4-strókinn sveik hann um elsneytisinnsprautun og hafði endaskipti -eldsnögt. Gunnar átti reyndar rosalegan sprett í síðasta "híti" þar sem hann tók startið, leit aldrei við og sigraði örugglega.
 

 
Kvennaflokkurinn ræstur í þriðja Kvennaflokkurinn var skemmtilegur sem fyrr. Villa Dan ók geysilega vel, leiddi keppni í fyrstu tveimur "hítum" en snemma í seinasta "híti" lendir hún í samstuði við Berglindi og var úr leik eftir það, Berglind náði þá sigrinum. María frá Mývatni var ákveðin í sinni fyrstu keppni og náði öðru sæti, Hulda var svo í þriðja sæti.  

 
Heildarúrslit og tíma er að finna á Mylaps
 

P.s. Þeir sem hyggjast skrifa athugasemd við fréttina er góðfúslega bent á að gera það málefnalega og undir réttu nafni.

Kveðja, Villli.

 

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548