Vel heppnaður gamlársdagstúr

Vel heppnaður gamlársdagstúr KKA er að baki, alls voru þátttakendur 21. Ekið var á hjarni (harðfenni á flatlenzku :) inn Vaðlaheiði, inn fyrir Göguskörð og til baka, færi var með besta móti. Óvæntir gestir voru með í för en mættir voru Kári #46 og Keli formaður VÍK, þökkum við KKA félagar þeim kærlega fyrir skemmtilegan dag. Að lokum óskar vefurinn félagsfólki svo og landsmönnum öllum farsæls og gleðiríks nýs árs.

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548