Vel heppnuð keppni afstaðin

Þriðja og fjórða umferð íslandsmótsins í þolakstri fór fram í dag á aksturrsvæði KKA í Glerárhólum ofan Akureyrar. Keppnin var gríðarlega spennandi og skemmtileg á að horfa, brautin vel heppnuð að flestra mati og reyndi mátulega á bæði menn og tæki eins og sannur þolakstur á að gera.

Helstu úrslit dagsins urðu sem hér segir:

Meistaraflokkur:
1 #270 Valdimar Þórðarson
2 #4 Einar Sverrir Sigurðarson
3 #299 Ágúst Már Viggósson

Baldursdeild:
1 #670 Bjarki Sigurðsson
2 #848 Friðrik Freyr Friðriksson
3 #274 Kjartan Gunnarsson

KKA vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem lögðu hönd á plóginn í þágu félagsins í dag og unnu óeigingjarnt sjálboðastarf, án ykkar hefði þetta ekki verið framkvæmanlegt. Eins þakkar KKA sérstaklega DeDion og JHM sport - styrktaraðilum keppninnar fyrir velvildina.

Fínar myndir frá Sigga Bald má skoða hér.
Heildar úrslit og tíma finnur þú hér.
Dedion.is   |   jhmsport.is

Takk fyrir daginn, Mótanefnd KKA


Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548