Flýtilyklar
Vetrarfrágangur á endurosvæði 29. sept.
29.09.2009
Þriðjudaginn 29. sept verður vinnukvöld á endurosvæði félagsins. Um er að ræða vetrarfrágang þar sem við fjarlægjum
m.a. allar merkingar, hæla og hugsanlegt rusl af svæðinu fyrir veturinn. Við ætlum að hefjast handa kl 19:00 og áætlum að verða búin um
21:00. Allir þeir fjölmörgu sem hafa nýtt sér þetta stórkostlega svæði okkar til æfinga í sumar eru hvattir til að mæta og
leggja hönd á plóginn. Sérstaklega væri vel þegið ef einhver hefði aðgang að 6hjóli + kerru, það flýtir mikið fyrir
að hafa þannig tæki.
Athugasemdir