Flýtilyklar
Vinnukvöld foreldra og forráðamanna í púkabraut
26.05.2008
Þriðjudaginn 27.maí kl 20:00 ætla foreldrar og forráðamenn yngstu iðkendana að hittast uppi í púkabraut og vinna við brautina m.a. við
grjóthreinsun og fleira tilfallandi. Höfum endilega börnin með, hjálpumst að og höfum gaman af þessu. Ef vel gengur þá er aldrei að vita
nema áhugasamir púkar fái að taka smá forskot á opnun brautarinnar. Búið er að fara með ýtuna í brautina þannig að
ekki er mikið verk fyrir höndum.
Að gefnu tilefni vill svæðisnefnd minna á að barnabrautin er aðeins fyrir börn að 12 ára aldri og hjól að 65cc 2t og/eða fjórgengis með hliðstæðu vélarafli (110 cc)
Að gefnu tilefni vill svæðisnefnd minna á að barnabrautin er aðeins fyrir börn að 12 ára aldri og hjól að 65cc 2t og/eða fjórgengis með hliðstæðu vélarafli (110 cc)
Athugasemdir