Vinnukvöld föstudag kl.18:00

Brautinn verður lokuð um óákveðinn tíma og verður opnuð aftur eftir nokkra daga að lokinni viðgerð. Síðast þegar vinnukvöld var mættu heilir 6 til að vinna, við getum betur en þetta. Síðast þegar ég gáði voru c.a 200 í klúbbnum og ef menn sýna ekki samstöðu í þessu þá verður brautinn aldrei góð eða hvað. Eins og ég sagði verður vinnukvöld fös kl. 6 og áframhald á laugardagsmorgun. Við ætlum að keyra mold í verstu kaflana og týna grjót og aftur grjót og svo er von á malaranum fljótlega til að renna yfir allt saman. Sjáumst sprækir!

Athugasemdir

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548