Flýtilyklar
Vinnukvöld í Endúróbraut mánudaginn 11. júní kl. 20:00
06.06.2007
Íslandsmót KKA í Endúró er á næsta leiti og næstkomandi mánudagskvöld ætlum við að láta hendur standa fram úr ermum við brautarlagningu og merkingar. Við ætlum að hittast kl. 20:00 og nú reynir á félagsandann, allir hvattir til að mæta því margar hendur vinna létt verk - tökum kvöldið frá og hópumst uppeftir. Gullsmiðurinn lofar grilluðum pylsum ef vel gengur og vel verður mætt :)
Svæðisnefnd.
Athugasemdir