Flýtilyklar
Vinnukvöld í sumar!!!!!
Svæðisnefnd hefur ákveðið að halda vinnukvöldin í sumar á fyrirfram ákveðnum kvöldum og þannig útiloka stuttan fyrirvara og misskilning. Vinnukvöldin verða 1. og 3. þriðjudag í hverjum mánuði klukkan 20, þannig að fyrsta vinnukvöld sumarsins er 3. júni næstkomandi. Á vinnukvöldum er brautinn lokuð án undantekninga frá 20:00 og fram úr. Þetta verða einu kvöldinn sem brautinn verður löguð með ýtunni og annað gert í sambandi við brautina sjálfa, semsagt ef engin mætir verður engin ökufær braut. Öllum er það ljóst að klúbburinn hefur ekki bolmagn til að ráða starfsmann og verðum við að standa saman til að þetta gangi upp hjá okkur. Stefnan er að brautinn opni núna fyrir helgi og vill ég minna menn á árskortinn og dagpassana sem gilda frá fyrsta degi.
svæðisnefnd
Athugasemdir