Fréttasafn

Framhaldsaðalfundur (peningafundur) 3. mars 2012 kl. 10:00

Framhaldsaðalfundur KKA verður haldinn í húsakynnum ÍBA við Glerárgötu LAUGARDAGINN 3. MARS NK. kl. 10:00, sbr. lög félagsins C 3. tl. i.f.   Ágætt er að koma að húsnæði bakatil.    Fjallað verður um fjármál félagsins fyrir síðasta ár og svo áætlanir fyrir 2012.    Allir velkomnir að sjálfsögðu.  
Lesa meira

Ískross 17. - 18. mars í Mývatnssveit / Mývatnssmót

2. umferðin verður keyrð laugardaginn 17. mars á Stakhólstjörn og 3. umferðin verður svo keyrð sunnudaginn 18. mars, líklega í Álftabáruvogi. Þessa helgi fer fram hið margumtalaða Mývatnssmót, sem er ein allsherjar vetraríþróttaveisla. Dagskráin verður á þessa leið:

Föstudagurinn 16/3

14:00     Samhliðabrautakeppni á vélsleðum við Kröflu

16:00     Fjallaklifur (Hillcross) á vélsleðum við Kröflu

20:00     Snjóspyrna á vélsleðum við Skútustaði

Laugardagurinn 17/3

09:00     Ískross á vélhjólum við Skútustaði (2. umf. Íslandsmótsins)

14:00     Sno-Crosscountry á vélsleðum (2. umf. Íslandsmótsins)

Sunnudagurinn 18/3

10:00     Ískross á vélhjólum við Skútustaði (3. umf. Íslandsmótsins)

Verið velkomin í Mývatnssveitina. F.h. stjórnar MSÍ og AM

Stefán Gunnarsson

Lesa meira

Dagskrá Ískross 11. febr. Akureyri

Dagskrá Ískross 11. febr. Akureyri
Lesa meira

Ísinn góður á Leirutjörn

Aðstæður verða með besta móti fyrir ískrossið.    Ísinn er góður,  það er að lægja og við munum láta halda því áfram og tjöldum svo úrvalsveðri næsta laugardag þegar mótið fer fram.   útlit er fyrir að allir muni skemmta sér stórvel við frábærar aðstæður,   missið ekki af tækifæri til að ís-krossa ykkur á Leirutjörn það er bara einu sinni á ári sem það gefst.

 Allir að skrá sig í ískrossið fyrir kl: 21:00 í kvöld.

Lesa meira

Sleðaspyrna í Hlíðarfjalli. Grófar flokkareglur.

Sleðaspyrna í Hlíðarfjalli. Grófar flokkareglur.
Standard: Allir sleðar nema Nitró og túrbó. (ekki hægt að gera upp á milli breytinga, hvort það er í pústi, kúppl, tölvu, heila o.fl)
Opinn flokkur: Túrbó og nítró, og aðrir helmoddaðir.
Forn flokkur: sleðar eldri en 1990.

Keppnisstjórn metur flokkaskiptingu á staðnum (eftir veðri og skapi)

Keppnistjórn.

Lesa meira

Bréf til íbúa innbæjar vegna ísaksturs

Þessi bréfi er dreift í hús í innbænum.

 Frá:   KKA Akstursíþróttafélagi Akureyri  7. febrúar 2012 Vetrarhátíðin  Éljagangur 2012.    Atburðir KKA. Heiðraði innbæingur,Um næstu helgi verður haldin vegleg vetrarhátíð á Akureyri og nágrenni sem nefnist Éljagangur. Einn af þeim viðburðum sem KKA Akstursíþróttafélag stendur fyrir kemur þér beinlínis við því ónæði verður í þínu hverfi.    Þar er um að ræða ísakstur á mótorhjólum sem verður á Leirutjörn 11. febr. n.k og hefst kl. 12:00.   Ekki er vitað hve margir verða í keppninni þar sem skráning er enn opin,   því er ekki alveg ljóst hve lengi atburðurinn muni standa en trúlega verður þetta ekki lengur en til 17:00. Mótanefnd KKA sér um framkvæmd ofangreindra atburða og ber ábyrgð á þeim. Við biðjumst velvirðingar á ónæði því sem þessir atburðir kunna að valda en reynt er að hafa það í lágmarki.      Síðustu ár hefur slíkt mót verið haldið og verður þetta með sama sniði. Þér er velkomið að hafa samband við undirritaðan ef það er eitthvað sem þú telur að við getum gert betur í framkvæmd þessara viðburða.

 

Lesa meira

1. umferð í Ís-Cross fer fram á Akureyri 11. febrúar.

1. umferð í Ís-Cross fer fram á Akureyri 11. febrúar.
 
Skráning í 1. umferð Íslandsmótsins í Ís-Cross sem fars átti fram í Reykjavík 28. janúar mun gilda fyrir keppnina sem sem fram fer á Akureyri laugardaginn 11. febrúar. Þeir keppendur sem skráðu sig í 1. umferð athugið að sú skráning mun standa og verður opnað fyrir þá skráningu aftur til miðvikudagsins 8. febrúar til kl: 21:00
Þeir keppendur sem þegar hafa skráð sig en geta ekki mætt á Akureyri er bent á að senda póst á kg@ktm.is áður en skráningarfrestur rennur út og mun þá keppnisgjaldið verða fært á aðra keppni. Langtímaveðurspáin lítur vel út og allt útlit fyrir góða keppni á Akureyri. Ekki hefur verið ákveðið með aukakeppni í Ís-Cross en gera má ráð fyrir að hún verði sett á í kringum 25. febrúar ef aðstæður leyfa.
Lesa meira

Éljagangur

Nú fer að styttast í éljaganginn Dagskrá má finna hérna,

Það helsta sem KKA kemur nærri er þetta:

Föstudagur 10. febrúar 2012
20.00 Snjósleðaspyrna í Hlíðarfjalli (Ekki Toyota túninu)- KKA. Flugeldasýning í boði EY-LÍV og KKA í Hlíðarfjalli að spyrnu lokinni.
 

Laugardagur 11. febrúar 2012
11.00 Vetrarsportsýning EY-LÍV í Boganum, opið til kl. 17.00, frítt
12.00 Íslandsmeistaramót á vélhjólum – Íscrosskeppni – á Leirutjörn KKA

Lesa meira
Einar Sigurðsson

Einar Sigurðsson fulltrúi KKA

Einar Sigurðsson var fulltrúi KKA í hófi í gær (18.1.) til útnefningar íþróttamanns Akureyrar 2011.    Bryndís Rún Hansen hin frækna sundkona var útnefnd íþróttamaður ársins 2011 á Akureyri.    Hún hefur verið í verulegu stuði undanfarin ár enda tilnefnd til þessa titils,  2009, 2010 og 2011.
Lesa meira

Fundur um aðgengi að hálendinu

Föstudaginn næsta þ.e. 20. jan. kl. 20:00 verður haldinn fundur í samkomusal nyrst í Kaupangi m/Mýrarveg,  Akureyri,   þ.e. gengið inn að vestan.     Efni fundarins er réttur til að fara um hálendið,  lokanir ákveðinni svæða og takmarkanir á ferðafrelsi almennings um hálendið,  á hestum,  bílum, hjólum,  tveimur jafnfljótum og/eða með öðrum hætti.

Endanlegt skipulag fundarins liggur ekki fyrir núna,   tilkynning kemur hér þegar dagskrá er fullmótuð,  en þið getið farið að hita ykkur upp fyrir föstudaginn.    Allir velkomnir.     

Dagskráin gæti litið eitthvað nálægt þessu út:

• Elín Björg Ragnarsdóttir,  lögfræðingur. F4x4 fjallar um Hvítbók.
• Einar K. Haraldsson skotveiðimaður talar um þjóðgarða almennt, friðlýst svæði og verndun (takmörkun)
• Sveinbjörn Halldórsson Ferðaklúbbnum 4x4, Aðkoma frjálsra félagasamtaka að skipulagi hálendisins.
• Ingimar Árnason útivistamaður heldur fræðsluerindi um Leið norðan Dyngjufjalla (Vikrafellsleið)
• Andrea Þorvaldsdóttir, eða staðgengill, ferðamaður á hestum.  Hestaferðir fyrr á tímum, nú og til framtíðar.
• Elvar Árni Lund. Skotveiði og útivistamaður. Talar um frelsi til skotveiða og framtíðarskipulag þjóðgarða og þjóðlendna á Íslandi.

Hver framsögumaður hefur  7 mínútur  +/- 3 mínútur.

Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548