Flýtilyklar
Fréttasafn
Yfirlýsing KKA vegna vals í liðið fyrir MX des Nations
Stjórn KKA vill koma að athugasemdum við val á liði sem á að fara á Motocross of Nations í Frakklandi.
Yfirlýsingin er hér
EKKI hjóla á BA svæðinu
BA sagði þetta, ath. þetta vel:
Við vorum í allan dag með ýtu að græja nýja áhorfendabrekku sem á að sá í við brautina og svo í kvöld gómaði ég fjögur hjól sem voru saman að leika sér akkúrat að stökkva í þessum stöllum og búnir að spóla allt verkið út. Brautin sjálf eyðileggst líka ef endúro hringurinn á svæðinu okkar er keyrður þar sem hún liggur í gegnum bremsukaflan og útafkeyrslu af sandspyrnubrautinni sem var lagaður mikið til í dag.
Opnunartími á Brautinni!
Brautin verður LOKUÐ fyrir hádegi á Þriðjudag, Miðvikudag og Fimmtudag, en verður svo opnuð kl 13:00 þessa daga! Brautinni
verður svo lokað fyrir keppni á Fimmtudagskvöldinu!
Og munið að það þarf að borga
Dagspassa eða Árskort til að fá að hjóla í brautunum.
Vinsamlegast virðið það eða verið heima :).
Motocross hittingur
Nú er búið að ákveða að þriðjudagskvöld og fimmtudagskvöld verða Motocross hittingskvöld það sem eftir lifir sumars, það er skemmtilegra að vera nokkrir saman að hjóla og hafa gaman, reynum að vera virk og mætum kl: 20: 00 þessi kvöld og svo farið þið grenjandi heim eftir að ég grilla ykkur öll, ef þið viljið fara í Enduro þá notum við sömu kvöld í það líka, við eigum frábærar brautir og við ættum að fara nýta þær betur.
Og munið að það þarf að borga
Dagspassa eða Árskort til að fá að hjóla í brautunum.
Vinsamlegast virðið það eða verið heima :).
F.h KKA Stebbi
KKA Enduro hittingur fimmtudagskveldið 14 júlí.
Nú er komið að hápunkti sumarsins 2011, KKA enduro skemmtun fyrir alla KKA menn og konur og börn.
Mæting á svæðið fyrir kl: 19:30 og hefst þá skráning og skoðun.
Kl 20:15 verður ræst í glænýja endurobraut sem hinn hrikalegi Fjalar Fjallaböllur hefur lagt,
Allir klúbbmeðlimir velkomnir og kostar ekkert að vera með fyrir þá en ef það eru aðrir sem vilja vera með þá geta þeir skráð sig í klúbbinn á staðnum og greitt 5000 kr í félagsgjald og allt klárt.
Ég vill taka það skýrt fram að þetta er fyrir alla og enginn þarf að vera feiminn við að mæta og vera með því þetta er til gamans gert og til kynningar á þessu frábæra endurosvæði sem við höfum til afnota.
Eftir aksturinn verða svo grillaðar pylsur fyrir alla og drykkir í boði.
Mætið hress á Fjallabúgý eins og hann vill kalla þetta hann Fjalli.
f.h KKA Stebbigull
BA svæðið framkvæmdir
Íslandsmeistaramót í Enduró laugardaginn 18 júní
Íslandsmeistaramót í Enduró umferð 3 og 4 verður á svæði KKA á laugardaginn 18 júní,
fyrri umferð hefst kl: 11:10 og verður ekið í 90 mínútur og seinni umferð verður ræst um 14:00 og verður aftur ekið í 90 mín.
Allir bestu ökumenn landsins mæta og taka þátt, flatlendingar ásamt misgóðum fjallaböllum sem þurfa ÞINN stuðning á heimavelli,
Frítt verður inn, FRÍTT INN, FRÍTT INN ,FRÍTT INN og allir hvattir til að mæta og fylgjast með eða hjálpa til við mótið,
ef þið viljið hjálpa til þá er mæting starfsmanna kl:09 og endilega mætið með hjólin með ef þíð eigið svoleiðis jafnvel rugguhesta( fjórhjól)
Formaður mótanefndar og keppnisstjóri Stebbi(gull)
Brautarstjóri Gunni H (Drulli)
Öryggisfulltrúi MSÍ Gummi Hannesar (Hanni Gummesar)
Frítt á Motocross námskeið ,fimmtudag 16 júní.
Fimmtudaginn 16 júní verður frítt motocross námskeið hjá Össa Nitró fyrir börn og unglinga, námskeiðinu verður skipt í tvo flokka og er fyrri flokkurinn
kl: 16:00-19:00 og er það fyrir lítil hjól og börn
kl: 19:00 til 21:00 er það unglingafokkur
Eins og áður sagði er námskeiðið frítt og eru allir púkar og unglingar hvattir til að mæta og læra heil ósköp af Össa því hann er hafsjór af upplýsingum þegar kemur að Motocrossi,
Stjórnin.
MX mót Akureyri
Enduromót Akureyri
Íslandsmót í enduro haldi ofan Akureyri. Í Torfdalnum svæði KKA. Vegna árferðis verður brautin neðar en síðustu tvö árin en á svipuðum stað og þar á undan. Brautin verður í cros country stíl eins og MSÍ hefur boðað, sem sé frekar greiðfær.