Fréttasafn

Frá MSÍ vörugjöld af motocrosshjólum

 Stjórn MSÍ frétti af því fyrir tæpum tveimur mánuðum að til  stæði að breyta lögum um innflutningsgjöld af ökutækjum.
 Eftir góðan undirbúning stjórnar MSÍ héldu Karl Gunnlaugsson formaður  MSÍ  og Jóhann Halldórsson stjórnarmaður MSÍ á fundi með fulltrúa  fjármálaráðuneytis  og einnig með efnahags og skattanefnd Alþingis.
 Á þessum fundum var óskað eftir því að vörugjöld af keppnisbifhjólum  yrðu  feld niður til samræmis á við keppnisbifreiðar. Einnig voru lögð fram  skrifleg  rök og greinargerð hvernig þessum málum væri háttað á Norðurlönunum og  farið  yfir það mikla ungliðastarf sem er í gangi innan aðildarfélaga og  vébanda MSÍ.
 Þessi vinna hefur skilað þeim árangri að frumvarpið hefur tekið  breytingum  á þann veg að keppnisbifhjól verða undanþegin 30% vörugjaldi.
 Tillögur MSÍ hljóða upp á að moto-cross keppnishjól í öllum stærðum  falli  undir þessa skilgreiningu. Moto-cross keppnishjól sem flutt verða inn  til landsins án  gjalda verður eingöngu leyft að nota á samþykktum akstursíþróttasvæðum,  ef slíkt hjól er notað utan slíkra svæða getur eigandi þess átt á hættu  að  verða krafinn þeirra gjalda sem á hjólið hefðu fallið auk álags og  sektar.
 Gera má ráð fyrir því að ca. 1.500.000,- hjól lækki í verði um ca.
 350.000,-
 og reikna má við því að ef slíkt hjól væri notað utan viðurkendra  akstursíþróttasvæða  gæti viðkomandi átt á hættu sektargreiðslu allt að 800.000,-  Það verður mikil ábyrgð þeirra sem stunda sportið og nýta sér  vörugjaldslaus  moto-cross keppnishjól að þeir fari eftir þeim lögum og reglugerðum sem  koma til.
 Þessi niðurfelling er ekki hugsuð til að ná til Enduro hjóla sem eru  skráð á hvít númer.
 Um MSÍ:
 MSÍ er 13. stærsta íþróttasamband innan ÍSÍ af 28 samböndum,  véhjólaíþróttir eru  14. stærsta íþróttagrein innan ÍSÍ af 44 íþróttagreinum. Innan MSÍ  starfa rúmlega  20 aksturíþróttafélög um land allt og u.þ.b. 20 samþykkt  aksturíþróttasvæði eru á Íslandi

 Virðingarfyllst.
 f.h. Stjórnar MSÍ
 Karl Gunnlaugsson
 Formaður

Lesa meira

Myndbandið fær gott áhorf

Myndband KKA um hjól og hesta fær mjög gott áhorf nú eru 1127 manns búnir að skoða myndbandið á þeim þremur dögum sem liðnir er síðan það var sett inn.   http://www.youtube.com/watch?v=Vy7HppUwhq8 

Lesa meira

Hestar og hjól, skemmtilegt myndband

Skemmtilegt myndband af hestum og hjólum á youtube hér
Lesa meira

Leiðbeiningarmyndband, hestar og mótorhjól.

Myndbandið er hér.


Lesa meira
Sleðar og hestar allt gengur vel

Sleðar og hestar allt gengur vel

Munið farið varlega á snjósleðum þar sem þið getið mætt hestum.     Ég hef rætt við nokkra hestamenn og sleðamenn og engin vandamál hafa komið upp svo vitað sé.   Menn eru tillitssamir við hvora aðra og þá gengur allt vel.    Það verður því að hæla öllum aðilum og óska til hamingju með það,   allir ánægðir og nýta snjóinn í það sem mönnum finnst skemmtilegast þ.e. ekki bara horfa á hann út um gluggann,  sem er reyndar ágætt líka.

Lesa meira
KTM 200 og Hvinur 7 vetra

Hestar og hjól geta farið vel saman

Það er enginn heimsendir fyrir hestamann að mæta motorhjóli.    Mikilvægt er að hafa ákveðnar reglur í huga.     Hjólamenn eiga að víkja út á kant þegar þeir mæta hestamönnum,  stöðva,  drepa á og taka af sér hjálminn og ræsa ekki fyrr en hesturinn hefur fjarlægst aftur.    Hestamaðurinn bregst við með ró,  hann veit að hesturinn skynjar hans líðan.   Hann klappar hestinum róandi á makkann og ræðir við hann í rólegum tón.    Hesturinn skynjar fum eða hræðslu,  allur æsingur verður til að hann æsist líka.    Knapinn talar rólega við hestinn og ennfremur við þann sem hann mætir.   

Lesa meira

Endurokrosskeppni í Reiðhöllinni í Víðidal laugardaginn 4. desember 14-16

Laugardaginn 4. desember n.k. munu Vélhjólaíþróttaklúbburinn og MSÍ bjóða til mótorsportveislu í Reiðhöllinni í Víðidal. Þetta er önnur keppnin í Íslandsmeistaramótsröð í Endurokrossi innandyra og nú verður spennan í hámarki.   Brautin í síðustu keppni reyndist mörgum ótrúlega erfið. Nú vita menn við hverju er að búast og vænta má að menn mæti núna rétt stemmdir og enn grimmari til leiks.   Brautin um helgina verður talsvert breytt og með öðru sniði, en mun ekki síður bjóða upp á harða keppni milli allra bestu hjólaökumanna landsins. Sem fyrr þurfa keppendur að berjast við stökkpalla, staurabreiður, stórgrýti, hleðslusteina- og dekkjahrúgur, kubbagryfju og margt fleira.    Allir bestu torfæruhjólaökumenn landsins munu mæta til keppni hungraðir í að komast á verðlaunapall svo búast má við hörkukeppni. Fyrstu menn í hverjum riðli og „Síðasta séns“ komast áfram í lokariðillinn.  Þar verður allt lagt undir og búast má við harðri keppni og mikilli skemmtun fyrir áhorfendur.

Glæsileg verðlaun
Sigurvegarar keppninnar verða verðlaunaðir með glæsilegum verðlaunum. 
Öll keppnisgjöld renna óskipt til þeirra sem keppa í lokariðlinum.    Endurokrosskeppnir af þessu tagi njóta mikilla vinsælda í Evrópu og Bandaríkjunum. Veðrið spillir oft fyrir keppnishaldi hér á landi en Reiðhöllin tryggir að svo verði ekki.  Keppnin er haldin öllu hjólafólki til skemmtunar en ekki síður sem fjáröflun fyrir Vélhjólaíþróttaklúbbinn til að halda áfram uppbyggingarstarfi félagsins.   Skráning keppenda er hafin á vefnum www.msisport.is - skráningarfrestur rennur út þriðjudagskvöldið 30. nóvember kl. 21

Lesa meira

Samskipti hestamanna og motorhjólamanna

Sumarið hefur gengið vel hvað þetta varðar sem annað.    Engin tilvik hafa komist inn á borð stjórnar KKA né hefur stjórnin frétt af nokkrum vandamálum í þessum samskiptum.    Samskipti sem einkennast af gagnkvæmri virðingu og tillitssemi ganga vel.

Við viljum minna á reglur sem KKA hefur haldið á lofti um árabil:

Mótorhjólamenn
- Ekki aka á reiðvegum
- Stöðvið hjólin og drepið á þeim, ef hestar eru í nánd og takið af ykkur hjálminn.
- Setjið hjólin ekki í gang fyrr en hestamenn
eru örugglega komnir vel fram hjá

Hestamenn
- Notið áberandi fatnað og endurskin
- Verið í góðum tengslum við mótorhjólamenn

 

Virðum reglur og höfum samskiptin í lagi svo allir geti haft ánægju af sínu áhugamáli.

Lesa meira
Þakkir til KEA.  Styrkur til KKA

Þakkir til KEA. Styrkur til KKA

KEA veitti KKA styrk til uppbyggingar barnastarfi.   KKA notaði styrkinn til að þökuleggja 2600 fermetra svæði sem notað verður m.a. sem byrjendasvæði fyrir allra yngstu krakkana.    Við í KKA erum vitanlega mjög ánægð að fá slíkan styrk því féið nýtist vel,   en ekki minna erum við ánægð með þann heiður og viðurkenningu sem felst í því að koma yfirleitt til greina að fá styrk sem þennan.    Ég vísa í myndir sem birstust hér fyrr á síðunni varðandi hvað gert var fyrir styrkina.    Þakkarbréf KKA til KEA er hér.

Lesa meira

Aðstoð

Erfiðleikar steðja að vini okkar og felaga Sigga Bjarna i N1.   Tolf ara gömul dottir hans fekk hjartaafall og þarf i hjartaigræðslu i Sviþjoð.    KKA sendir barattukveðjur til fjölskyldunnar og bestu oskir um gott gengi i þessari erfiðu ferð.   Velunnarar fjölskyldunnar hafa hafið söfnun til að mæta einhverjum hluta af kostnaði.
Reikningur Maríu Egilsdóttur, móður Helgu er 0565-26-110378,  Kennitala 180470-3449.
Nanar um söfnunina her

Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548