Fréttasafn

Fullar sættir með neti og bókahaldi

Náðst hafa loksins fullar sættir með bókhaldi og neti,   þannig að vinsamlegast lesið félagatalið og sendið mér kvörtun ef eitthvað er vont við innfærsluna ykkar,  eitthvað of eða van:   th@alhf.is Þorsteinn.
Lesa meira

Norðuríshafskeppni í TRIAL 2010

Norðuríshafskeppni í TRIAL verður haldin 5 júní  kl 1300  á Stóru Klöpp í Reyðarfirði á svæði VIF.

Lesa meira

Félagatalið

Sælir félagar,  félagatalið hefur ekki verið rétt í nokkrar vikur hér á síðunni.   Vegna uppfærslu á bókahaldskerfinu hafa myndast gríðarlegir samskiptaerfiðleikar á milli félagakerfis bókhaldsins og félagakerfisins á heimasíðunni,  og tala nú ekki um félagakerfið í Felix,  en þessi félagatöl verður að halda öll og keyra skrár á milli þanni að samskiptin verða að vera góð og hnökralaus.   

Þessir aðilar eiga hins vegar vont með að tala saman núna og er þar í gangi alls kyns misskilningur og rangfærslur.    Því hafa t.d. félaganúmer ekki komið rétt inn og meira að segja ekki einu sinni allir félagar í KKA sem eru skráðir í bókhaldskerfið hafa fengið að komast inn á félagatalið á vefnum.     Við höfum nú vonast til þess á hverjum degi um langt skeið að fræðingar á þessum sviðum myndu sætta þessa aðila en það hefur enn ekki tekist.    Því sá ég mig knúinn ti að láta ykkur vita af þessu til skýringa ef þið hafið ekki séð nafn ykkar í félagatalinu og hefði auðvitað átt að gera það fyrir löngu en slíkar heimilisdeilur og ósætti eru svolítið feimnismál og því hefur þögnin orðið lengri en hún hefði átt að vera en við vonuðum að þetta myndi nú lagast og við þyrftum aldrei að ljóstra upp þessum vandræðagangi.   kv Þorsteinn

Lesa meira
Gunnar Hákonarsson var alveg meðetta í byrjun

Klofinn mótor

Ég vil hvetja alla æsta Hardenduro unnendur til að fara inn á síðuna hjá jonna jonni.is og skoða fleiri myndir af sýningunni mjög flottar myndir . Ég er svo að fá góðar myndir teknar í návígi í læknum og fleiri stöðum og hendi þeim inn fljótlega.

  1. sæti  Bjarki
    Honda 250    7 hringir
  2. sæti  Baldvin
    Ktm 200       7 hringir
  3. sæti  Elvar
    Ktm 300       7 hringir
  4. sæti Þorsteinn
    Ktm 200    6 hringir
  5. sæti Jonni.is
    kawasaki 250  6 hringir
  6. sæti Gunnar lýsi H
    Yamaha 290 5hringir
  7. sæti Helgi píka
    Gas  300     4 hringir
  8. sæti Björn ómar 
    kawasaki 450 3 hringir

Takk fyrir þáttökuna drengir þetta var æðislegt.................

Lesa meira
Hardenduro sýningin Klofinn Mótor

Hardenduro sýningin Klofinn Mótor

           Já blóðþyrstu hardenduro aðdáendur þið lásuð rétt föstudagskvöldið 28 maí   verður haldinn hardenduro sýninginn Klofinn Mótor á félagssvæði KKA .Sýninginn felst í því að ekið verður í erfiðum aðstæðum á mörkum þess menska og menn verða tíma mældir með skeiðklukkum . Hver þátttakandi fær að reyna við þrautabraut tvisvar sinnum og gefur besti tíminn samanlagt af sér nafngiftina MAÐURINN MEРEISTUN. Já góðir lesendur það verða fljúgandi stimpilstangir  vaðandi tvígengis fíla í hverjum drullupolli og heiftarleg aspest gufa  af hverri kúpplingu sem kemur við sögu í þessari sýningu þú vilt ekki missa af þessu !!!!!!!!!!!. 

Skráning í þessa fyrstu hardenduro sýningu hefst á morgunn í síma 8955448 og stendur framm á fimmtudaginn 27 maí og kostar ekkert  . Í sýningunni verða menn á eigin ábyrgð og aldurstakmark er 18 ár og blöðrur undir 125cc verða ekki leyfðar ath allur annar auka búnaður er leyfður svo sem búningar ,GPS ,nagladekkinn sem finnur keppti á um árið  ,trial hjól,konur, og stórir bensíntankar .Sýninginn hefst kl 21:00 og sýnendur sem hafa skráð sig eru beðnir að mæta kl 20:00 uppi á dippinum við púkabrautina . já það verður ekkert (hross countrý )á Akureyri 28 maí Konungur þúfnanna kveður að sinni 

ps.Eftir sýninguna verða grillaðar pylsur upp við KKA hús og verða pulla og gos saman á 200 kall........

 

Lesa meira

Frétt birt í N4 og Exstra

Það er alveg ljóst að við í KKA þurfum að hugsa um hverjir verða tilbúnir til að styðja við starf ´klúbbsins eftir kosningar þetta vorið. Hér er aðsend grein frá l-listanum sem hefur sett það á stefnuskrá sína KKA stuðning í okkar uppbyggingarstarfi til framtíðar. Vonandi sýna fleiri flokkar l-listanum gott fordæmi en við að sjálfsögðu tökum afstöðu í samræmi við vilja flokkanna.

Betri aðstaða, betri bærEinn af mörgum kostum Akureyrar er hið gríðalega fjölbreytta úrval íþrótta sem í boði er fyrir bæjarbúa.  Allt frá Pollinum fagra upp í háar fjallshlíðar má finna iðjusama aðila leggja gríðarlega mikla vinnu í að koma sér og sinni íþrótt upp sómasamlegri aðstöðu með þrotlausri vinnu.  Sem dæmi um það frábæra starf sem unnið hefur verið í bænum undanfarin ár má nefna KKA og Bílaklúbb Akureyrar sem bæði eru að koma sér upp aðstöðu á Glerárdal, Nökkva, brettaiðkendur, krullufólk, hestamenn, sundfólk, listskautaiðkendur, dansara og fleiri.  Þessar greinar hafa oftar en ekki staðið í skugganum af rótgrónari íþróttagreinum og talsmenn þeirra tala oft fyrir daufum eyrum yfirvaldsins.Fólkið á bak við þessar íþróttir, sem sumar kallast jaðaríþróttir, á það sameiginlegt að hafa lagt á sig þrotlausa vinnu í sjálfboðastarfi til þess að geta stundað sína íþrótt og nú er svo komið að bæjaryfirvöld þurfa að sýna þessu fólki þakklæti í verki.  Íþróttalífið á Akureyri dregur nú þegar tugþúsundir ferðamanna til bæjarins á ári hverju og þessar íþróttir myndu stækka þennan hóp ferðamanna sem vissulega auðgar mannlífið hér í bæ og styrkir hér alla innviði.Við þurfum að koma til móts við áðurnefnda hópa t.d. með því að bæta aðstöðu Nökkva við Pollinn, útvega KKA stærra landrými, hefja uppbyggingu hjá Bílaklúbbnum og bæta aðstöðuna fyrir listdans og krullu svo eitthvað sé nefnt.Geir Kr. Aðalsteinsson, oddviti L-listans.

 

Lesa meira
Púkabrautinn á svæði kka

Tilkynning frá svæðisnefnd

Á morgun mánudag verður tiltektar kvöld hjá svæðisnefnd . Við ætlum að taka gamla herfið og fleira járnadrasl og bílflök sem hafa safnast upp á svæðinu og koma því öllu í endurvinslu einnig verða lögð drög að nýju Enduro/cross brautinni svo eitthvað sé nefnt menn og konur í svæðisnefnd eru beðin um að mæta við félagsheimili  kka  kl 20:00 og leggja sitt af mörkum til að fegra svæðið .Einnig eru allir félagsmenn velkomnir margar hendur vinna létt verk . Eftir tiltektina verður formaður svæðisnefndar með sýnikenslu í akstri yfir hjólaskófludekk á 4 stróke hjóli . Góðar stundir...................
Lesa meira
Bjarki #670 sigrar ecc2

Bjarki #670 sigrar ecc2

Bjarki Sig gerðii sér lítið fyrir og sigraði ecc 2 í fyrsta enduro móti sumarsins sem haldið var í Bolöldu þann 8. maí og varð 3 over all í keppninni á eftir Kára #46 og Einari #4 

Kristófer #690 varð 11. í ecc 2

Einar  #671 varð 4. í 85 flokki

Siddi málari varð 9. í +40

Bjarni og Knútur urðu 5. í tvímenning

Jói Startsveif gataði mótor og varð að hætta keppni og einnig Siggi Bjarna sem sleit keðju

áfram kka.

Lesa meira
Haffi Grant borgar alltaf árskort.

Árskort í brautir KKA.

Sælir elskulegir félagar í KKA, nú fer að byrja sala árskorta í brautirnar okkar og hafa orðið örlitlar breytingar á gjaldtöku félagsins.

Á síðasta aðalfundi var ákveðið að hækka árskortin lítillega vegna mikils kostnaðar við að halda brautinni í heimsklassa eins og hún var allt síðasta sumar og ákvað stjórnin eftirfarandi breytingar:

  Yngri en 12 ára frítt áfram

  12-16 ára hálft gjald 7500,-

  16 ára og eldri gjald 15.000,-

Athugið það kæru félagar að það er enginn sem hjólar á svæði KKA án þess að vera með dagspassa eða árskort sem er yfir 12 aldur, séu menn gripnir í landhelgi án þess að vera með miða er honum vísað umsvifalaust af svæðinu og gæti farið í langt straff.

Bestu kveðjur og gott hjólasumar Stebbi gull.

ps, árskortin má nálgast í Studio 6 Skipagötu 6 á milli 10 -18 alla virka daga,

Stebbi :6625252

Studio 6 :4661818 

 

Lesa meira

Greiða greiðsluseðla, þeir eru farnir í póst.

Brautin er að opna og allt að gerast og það vantar fé í kassann til að gera þetta allt jafnvel betra en það er svo greiða greiðsluseðlana hratt og vel takk.

 ATH:  Þið greiðið greiðsluseðilinn,  þið sjáið að árgjaldið er kr. 4.500 (og svo 117 kr. í kostnað til BYR) =  kr. 4.617 til greiðslu.    Þið sjáið líka á seðlinum neðst "Staða viðskiptamanns"  ef það er nú hærri tala en er til greiðslu þá skuldið þið eldri árgjöld.    Það sem þið gerið þá er:
1.  Greiðið geiðsluseðillinn
2.  Pikkið svo upphæðina sem stendur við Staða viðskiptamanns inn í reiknivélina ykkar.
3.  Dragið svo frá árgjaldið sem er kr. 4.500 þá kemur út mismunur.
4.  Leggið þennan mismun inn á reikning KKA sem er KKA Akstursíþróttafélag · Kt: 420296-2319 · Skipagötu 7 . 600 Akureyri · Banki: 1145-05-442538

Þá er öllu haldið til haga og þú orðinn skuldlaus við félagið og við höfum fengið fé til að gera aðstöðuna jafnvel enn betri en hún þegar er.

 

Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548