Fréttasafn

chad reed

námskeið

það verður námskeið á svæði KKA núna í júlí, þetta námskeið er ætlað lengra komnum og krökkum eldri en 13 ára, þetta er EKKI byrjenda námskeið fyrsti tíminn er á miðvikudaginn 7. júlí og þá verður ákveðið hvaða daga þetta verður, námskeiðsgjald er 8000kr og er skráning bara á staðnum, sjáumst bara hress á miðvikudaginn kl 19:30!!
Kveðja Bjarki #670
Lesa meira

Stækkun endurolands KKA

Stjórn KKA hefur unnið ötullega að fá stærra land undir enduroakstur og sú vinna heldur áfram.    Formaður félagsins var á klukkustundar löngum fundi með skipulagsnefnd http://www.akureyri.is/stjornkerfid/nefndir-og-rad/skipulagsnefnd/ í morgun og kynnti starfssemi félagsins nú og í gegnum tíðina,  stöðu og framtíðarsýn.      KKA var úthlutað landi í Torfdalnum eins og við þekkjum og þar höfum við lagt endurobrautir við þurfum stærra svæði,  þ.e. upp að gamla Hlíðarfjallsveginum sem liggur niður á skotsvæðisveginn.   Endurosvæðið KKA er svo nú sjá 
Verið er að loka hinum og þessum gömlum hálendisvegum og sífellt þrengt að fólki sem vill nota landið.    Við eigum held ég helst að sitja inni á kaffihúsum skoða myndabækur og leyfa útlendingum og ferðaþjónstufyrirtækjum að fara um landið.   Íslendingar geta hangið heima og horft út um gluggann.     Í þessum klikkaða ferða-fasisma verðum við að eiga athvarf,  okkar Heiðnaberg,   "Vígðu nú ekki meira, Gvendur biskup; einhvers staðar verða vondir að vera",  sagði Drangeyjaróvætturinn við Guðmund góða Arason.   Guðmundur var vitur maður og vissi sem var að ef hann vígði áfram og kláraði Heiðnabergið færi óvætturinn eitthvað annað og þá þyrfti hann að byrja þar upp á nýtt.   Betra var að hafa kvikindið í Heiðnabergi og menn vissu þá af honum þar og gætu forðast bergið eins og enn er gert í dag af öllum sem vit hafa.    Nú biðjum við Akureyrarbæ um athvarf fyrir okkar enduroakstur,  við þurfum okkar Heiðnaberg og erum þá ekki annars staðar á meðan.

Að auki má geta að KKA er skuldlaust og efnahagsreikningur félagsins er upp á 51 millj. kr. eignir og skuldir 0.    Það á brautir, jarðýtu,  traktor, herfi, haugsugu og fleira allt saman skuldlaust.     Félagar eru um 360 og starfssemin öflug.   Höldum íslandsmót í motocrossi,  enduro,  snocrossi of.l.  og áttum akstursíþróttamann ársins á Íslandi 2009.    Það er því kannski ekki gott að líkja okkur við óvættinn í Drangey en líkingin náði ekki til innrætis og illra verka drjólans í Drangey, heldur vitanlega einungis til þess að einhvers staðar verða allir að hafa sitt athvarf.

Lesa meira

Með því að fara á eftirfarandi link er hægt að mótmæla algjörlega órökstuddum lokunum á fornum hálendisleiðum innan Vatnajökulsþjóðgarðs

Allir að fara hér innn og skrá sig

  www.f4x4.is/motmaeli/

Lesa meira

Úrslit úr Íslandsmóti í Enduró um helgina

Kári Jónsson heldur áfram að vera í algjörum sérflokki í Íslandsmótinu í Enduro. Hann kom í mark tveimur og hálfri mínútu á undan næsta manni og var hans besti hringur um hálfri mínútu betri en næsta manns. Hann náði forskoti alveg frá byrjun og þurfti aldrei að líta um öxl. Björgvin Sveinn Stefánsson varð annar og Daði Erlingsson þriðji.

Í tvímenningi sigrðuðu heimamennirnar Finnur Aðalbjörnsson og Guðmundur Hannesson. Guðbjartur Magnússon sigraði í 85cc flokki og Guðfinna Gróa Pétursdóttir í kvennaflokki. Björn Ómar Sigurðarson sigraði í Baldursdeild og Magnús Guðbjartur Helgason í B40+ flokki.

Aðstæður á Akureyri voru hinar bestu. Frábært veður, góð braut með miklu flæði og mörgum nýjum skemmtilegum leiðum. Framkvæmd keppninnar var í sama klassa og veðrið, allt gekk mjög vel fyrir sig hvort sem var við startið eða í brautinni og eiga norðanmenn skilið mikið og gott hrós fyrir góða vinnu.

B40+

  1. Magnús Guðbjartur Helgason
  2. Hrafnkell Sigtryggsson
  3. Kristján Steingrímsson

Baldursdeild

  1. Björn Ómar Sigurðarson
  2. Anton Freyr Birgisson
  3. Ármann Örn Sigursteinsson

Kvennaflokkur

  1. Guðfinna Gróa Pétursdóttir
  2. Ásdís Olga Sigurðardóttir
  3. Hekla Ingunn Daðadóttir

85cc flokkur

  1. Guðbjartur Magnússon
  2. Ari Jóhannesson
  3. Hákon Birkir Gunnarsson

Tvímenningur

  1. Guðmundur Hannesson og Finnur Aðalbjörnsson
  2. Einar Bragason og …
  3. Birgir Már Georgsson og …

Meistatadeild

  1. Kári Jónsson
  2. Björgvin Sveinn Stefánsson
  3. Daði Erlingsson
Lesa meira

104 skráðir til leiks í 2 umferð Íslandsmóts í enduro á Akureyri

Þá er skráningu lokið í 2 umferð og eru 104 skráðir til leiks, og einungis 2 dagar til keppni, veðurspáin er vægast sagt góð fyrir keppnisdaginn 19°C og ein meter.

Nú hafa brautarlagningarmenn klárað að leggja brautirnar, það verða sér kaflar fyrir A og annar fyrir B, B brautin er vægast sagt g´rðarlega álitleg með flottu flæði, A brautin verður meira krefjandi og hlottnast A ökumönnum sá heiður að keyra niður mýrina og upp "Reykjavíkurlegginn" góða.

Keppnissjtjórn skipa: Stefán Þór Jónsson keppnisstjóri, Gunnar Hákonarson Brautarstjóri og Árni Grant skoðunarmaður

nánari upplýsingar um dagskrá og keppnisreglur nálgast keppendur á vef MSÍ www.msisport.is undir flipanum "reglur"

kv Mótsstjórn

Lesa meira

Vinnukvöld fyrir Enduromót.

Jæja félagar nú um helgina verður Íslandsmót í Enduró og það eru mörg handtökin sem inna þarf af hendi fyrir svona mót og hvetjum við félaga okkar í KKA að láta sjá sig á svæðinu öll kvöld fram að keppni, einnig verðum við að fá sem flesta til að mæta á keppnisdegi og vera í keppnislögreglunni og einnig vantar portaverði, gjörið svo vel að vera duglegir að kommenta eða láta vita af ykkur ef þið viljið og getið hjálpað til, koma svo pungar og skuð , margar hendur minna puð ,  takk mótstjórn.  
Lesa meira

2 umferð Íslandsmót í Enduró

Þá er komið að annari umferð í Enduró á Akureyri, verið er að leggja nýja braut í samræmi við nýjar reglur "cross country" , Jarðýtan hefur verið keyrð hring um svæðið og er komin gríðarlega skemmtileg braut með flottu flæði, engin mýri verður í ár bara flott braut með skemmtilegu flæði.

Allir að muna að klára skráningar fyrir miðnætti á þriðjudag 15 júní.

kv mótstjórn KKA og MSÍ 

Lesa meira

Fundur Svæðisnefndar.

Sælir félagar , nú er kominn tími á fund hjá svæðisnefndinni, helsta fundaratriði er komandi Endurómót hjá KKA.

Skipulagning og brautarlagning mun bera á góma og hvetjum við alla sem viðkoma svæðisnefnd og þá félaga sem vilja vera virkir við undirbúning mótsins að mæta á fimmtudagskveld kl:20.........

Stuttur fundur en mun verða mjög skilvirkur, takk

svæðisnefnd. 

Lesa meira

MX í Ólafsfirði laugardaginn 5 júní

Fyrir fyrstu MX keppni ársins á vegum MSÍ og Vélsleðafélags Ólafsfjarðar  þá eru hér birtar upplýsingar um mótstjórn og dagskrá:

Kristinn Gylfason er mótstjóri, Helgi Reynir brautarstjóri og Baldvin Gunnarsson verður skoðunarmaður. Mótstjórn vill minna keppendur og aðstandendur að muna eftir gögnum vegna skoðunar og vera með útfylltá yfirlýsingu vegna þáttöku yngri keppenda. allar nánari upplýsingar um keppnisreglur, dagskrá keppninar og eiðublöð eru að finna á heimasíðu MSÍ   www.msisport.is/reglur

kv Mótstjórn og MSÍ

Lesa meira

Finnur Aðalbjörnsson þakkir.

Finnur Aðalbjörnsson er mikilvægur fyrir KKA.    Í gegnum tíðina hefur hann verið ómetanlegur bæði sem félagi og það framlag sem hann hefur veitt bæði með sinni eigin vinnu og hugmyndum,  og með sínum tækjum og tólum sem eru mörg.    Þetta vitum við auðvitað sem erum í stjórn félagsins en við höfum ekki skeytt nægilega um að segja hinum almenna félagsmanni frá þessu.    Þó stjórnin sé öflug þá hefði henni ekki tekist að gera líkt því eins mikið ef ekki hefði notið við Finns og hans tækja í gegnum tíðina.     
Ég vil því taka smá tíma núna til að þakka honum hans verk í gegnum tíðina fyrir félagið sem eru veruleg.     Og vil nefna bara það nýjasta.   Núna í vor gróf hann 75 metra langan 1,2 metra djúpan skurð frá tjörninni við hlið ráslínu og alveg norður fyrir nyrstu beygjuna í brautinni.    Þar var sett niður drainlögn til að koma í veg fyrir bleytu og drullupolla sem myndast á þessu svæði undanfarin ár.    Einnig var gerð stífla og 2-3 metra djúpt lón gert í Torfdalslæknum til að taka vatn í haugsuguna til vökvunar á brautinni.    Ekki nóg með þetta heldur hefur Finnur ákveðið að keyra efni í landið norðan við félagsheimilið þar sem á að koma ný steypt stétt sem mun ná frá veginum sem er við gáminn og alveg vestur fyrir húsið og mun tengjast núverandi steyptri stétt við félagsheimilið.    Þegar þessu er lokið á að laga landið í brekkunni norðan við húsið og annað hvort þökuleggja eða sá í það svæði og einnig er reiknað með að setja tröppur í brekkuna til norðurs.   Svæðisnefndin og húsnefndin hafa samið við Finn um að útvega tæki í þessi verkefni.    Með þessu verður hægt að ganga hringinn í kringum húsið og áhorfendur geta setið og legið í brekkunni norðan við húsið og fylgst með starti o.fl.     Stjórn KKA vill með þessum pistli færa Finn þakkir fyrir hans framlag og kynna það fyrir félagsmönnum. 

Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548