Flýtilyklar
Fréttasafn
Aðalfundur
Aðalfundur félagsins var haldinn um síðustu helgi. Svo óheppilega vildi til að vatnstjón varð í húsinu og því
ekki hægt að halda fundinn í félagsheimili. Reynt var að auglýsa það eftir bestu getu og láta vita upp í félagsheimili
með tilkynningu að fundurinn hefði verið færður niður í Glerárgötu.
Formaður gerði grein fyrir reikningum félagsins sem voru samþykktir. Félagi stendur vel, skuldlaust og á orðið töluverðar
eignir. Í máli formanns kom fram að mikilvægt sé að félagið eigi nokkuð lausafé á hverjum tíma þar sem
að eignir hafi aukist og það þurfi fé til að reka eignir, þess vegna verður að fara varlega enn varlegar í frekari fjárfestingar
þó lausafé til rekstrar sé þó nokkuð hjá félaginu. Eftir nokkrar umræður voru reikningar samþykktir
samhljóða. Félagsheimilið varð fyrir miklum vatnsskemmdum verið er að vinna í því. Stofnæð/krani fraus
undir húsinu með alvarlegum afleiðingum.
Vatn til vökvunar svæðis var rætt sem og starthlið. Ákveðið var að leita eftir tilboðum í gerð 10 hliða og 30
hliða. Ljóst er að verkefnið er dýrt fyrir félagið. Starfsmaður: Rætt var um mögueika á
starfsmanni á svæðið næsta sumar. Svæðið er orðið það mikið uppgrætt að það þarf stærri
tæki til að slá, þau mál voru rædd.
Við stjórn bættist Jóhann Hansen, annars er hún eins. Kosið var í nefndir félagsins. Breytingar urðu
í hús-, svæðis- og mótanefnd. Rætt var um að skipta svæðisnefnd upp í endurosvæðisnefnd og
motocrosssvæðisnefnd. Þessi hugmynd verður skoðuð í sumar nánar. Rætt var um viðhald endurobrauta.
Sjá hér er Stjórn og hér Nefndir
Aðalfundur
Vetraríþróttahátíðin Éljagangur
Éljagangi er lokið. Hátíðin var mjög vel heppnuð í alla staði. KKA sá um tvo viðburði spyrnu á vélsleðum og íscross á mótorhjólum sem var ein umferð í íslandsmótinu. Hér mjög góðar myndir sem Einar Guðmann tók á íscrossinu hér
KTM fótstig
Hámark leiðinda er að setja fótstig á KTM hjól. Menn hafa bæði misst auga og vitið við að setja þennan fjanda á. Ég hef heyrt ýmis ráð eins og t.d. að reka skrúfjárn í þetta en það er bara ekki nóg, sumir geta að vísu gert allt með skrúfujárni en það á ekki við venjulega menn. EN NÚ ER LAUSN FUNDIN. Ég rakst á myndband af einhverjum snillingi sem var búinn að leysa þetta og lausnin er að festa árans gorminn með töng wisegrip, nota svo skrúfjárn/eftirreku á móti, jæja skoðið þetta, algjör snilld ég er búinn að prófa þetta og þetta virkar. Hér.
Aðalfundur KKA 19. febr. nk. kl. 10:00 f.h.
Lagersala hjá K2M á Þriðjudag - Fáránleg verð - Allt að 80% afsláttur
Bjarki Sigurðsson íþróttamaður KKA 2010
Í gær var íþróttamaður Akureyrar 2010 útnefndur og að þessu sinni var það Bryndís Hansen, sundkona áreiðanlega náskyld og með sömu úrvalsgenin og okkar Hansen menn Jói SS og Stefán GD á fleiri Hansenar sem við lumum á í Hansenvæng félagsins.
Bjarki Sig var þarna vitanlega og tók við viðurkenningu fyrir sína framistöðu sem var frábær alveg þar til að beinin fóru að gefa sig í öðrum vængnum. Til hamingju Bjarki þú ert bestur (með Einari).
Bjarki Sigurðsson íþróttamaður ársins hjá KKA 2010
KKA útnefndi Bjarka Sigurðsson íþróttamann ársins 2010. Þetta er í 3. sinn sem Bjarki hlýtur þennan titil.
KKA óskar Bjarka til hamingju með titilinn og þakkar honum samstarfið á árinu sem er að líða og megi honum farnast vel og brotalaust á árinu sem er að hefjast.
Bjarki Sigurðsson er fæddur 23. nóv. 1992 og var því 18 ára á síðasta ári. Bjarki er til fyrirmyndar bæði innan og utan íþróttasvæða, í leik og starfi sem og keppni.
Á síðasta ári hóf Bjarki keppni í MX2 flokki en hann hafði keppt í 125cc flokki 2008 og 2009. Hann náði frábærum árangri í sinni fyrstu keppni og hafnaði í 2. sæti en hann viðbeinsbrotnaði svo hann var úr leik það sem eftir var keppnisárinu.
Ferill Bjarka er svona síðustu ár:
2006: Þetta var hans fyrsta keppnisár, þá 14 ára, og keppti hann í 85cc flokki. Hann hafnaði í
4.sæti eftir tímabilið.
2007: Næsta ár keppti hann líka í 85cc flokki og þá endaði Bjarki í 2.sæti eftir
tímabilið. Bjarki keppti með landsliðinu fyrir hönd Íslands í motocrossi í Svíþjóð.
Þetta ár hóf hann keppni í Snocross, og endaði þar í 2. sæti í unglingaflokki.
2008: Bjarki hóf keppni í 125cc flokki og endaði í 4. sæti eftir tímabilið. Þetta árið keppti hann
í fyrsta skipti í Enduro og var í B-flokki. Þar endaði hann í 2.sæti og var valinn nýliði ársins í
enduro. Hann varð Íslandsmeistari í Snocrossi í unglingaflokki, og var þá valinn í fyrsta skiptið
Íþróttamaður ársins hjá KKA.
2009: Þetta keppnistímabil var með afbrigðum glæsilegt. Bjarki keppti í 125cc flokki í annað sinn og varð Íslandsmeistari í þeim flokki, ásamt því að verða Íslandsmeistari í Enduro-tvímenning. Hann keppti líka í Snocrossi og varð Íslandsmeistari í Sport flokki. Bjarki fór með landsliði Íslands til Svíþjóðar og tók þar þátt í heimsmeistaramóti í Snocrossi. Hann var þar einungis tveimur sætum frá því að komast í úrslit. Hann var valinn íþróttamaður ársins hjá KKA í 2. skiptið. Hámarki náði svo tímabilið þegar hann var útnefndur akstursíþróttamaður ársins hjá landssamtökunum MSÍ.