Flýtilyklar
Fréttasafn
Íslandsmót á Sauðárkróki 4. júní 2011
Frá VS:
Gott að vita af, fyrir og eftir keppni.
Skráningu lýkur 31. maí 2011 inná www. msisport.is
Hjólin verða að vera skráð og tryggð
Brautinni verður lokað frá og með sunnudeginum 29. maí og fram að keppni.
Gistimöguleikar í nágrenninu má athuga inná:
http://www.visitskagafjordur.is/category.mvc/display/3047
Listi yfir veitingastaði, söluskála og kaffihús má sjá inná:
http://www.visitskagafjordur.is/category.mvc/display/3050
Á Sauðárkróki er :
Orkuskálinn Bláfell opinn á laugard. frá : 09-23 og á sunnud. frá 10-23. Rósa getur opnað fyrr ef beðið er um það.
Söluskáli N1 opinn á laug. frá 08 - 23:30 og á sun. frá 09-23:30
Veitingahúsið Ólafshús opið frá kl. 11-23
Bakarí Sauðárkróks opið á laug. frá kl. 8 – 16 og á sun. frá kl. 9-16
Veitingastaðurinn Hard Wok café. sími: 453-5355
Keppendur geta nýtt sér íþróttahús Sauðárkróks til að þrífa sig og snyrta eftir keppni.
Opnunartími Sundlauga í Skagafirði má sjá inná:
http://www.visitskagafjordur.is/yellowpage.mvc/display/3064
Opnunartími sundlaugarinnar á Blönduósi er frá 10-20 á laugardögum í sumar. Nánari upplýsingar um þá laug er í
síma: 453-4178
Skemmtun á laugardagskvöldinu 4. júní
Sjómannaball – öllum opið
Ball með Geirmundi og hans Skagfirsku sveiflu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki
Ef ykkur vantar frekari upplýsingar um mótið eða eitthvað annað sem því viðkemur þá er hægt að senda e-mail á helgaey@simnet.is
Sjáumst hress kv. Félagar VS
VINNUKVÖLD!
Undirbúningur á MX svæðinu
Fundur í svæðisnefnd 11. apríl n.k. kl. 20:00
Dagskrá á Mývatni breitt
Allir að athuga að á Mývatni um helgina er búið að slá Snocrossið af en í staðinn ætla menn að vera með Snjóspyrnu á Skútustöðum kl 15 hundruð mæting keppenda kl 14.30 skráning á staðnum.
kv AMS
Mývatn 2011
Þeir sem ætla að skrá sig til leiks í þeim ýmsu greinum sem boðið er uppá á Mývatni um næstu helgi er bent á að kynna sér allt um málið í viðhenginu hér
Fundur ÍBA, ÍRA og forvarnarfulltr. með aðildarfélögum
ÍBA, Íþróttaráð Ak. og forvarnarfulltrúi halda fundi með öllum aðildarfélögum ÍBA. Tilefni fundanna er að treysta tengslin á milli þessar aðila og skiptast á upplýsingum. KKA átti tíma í gær og var þar f.h. stjórnar félagsins gert grein fyrir rstarfssemi félagsins, iðkendafjölda, barna og unglingastarfi, þjálfaramálum, íþróttamannvirkjum, félagsaðstöðu, samskiptum við ÍBA ÍRA og yfirvöld Akbæjar, framtíðarsýn, fjármálum, eignum svo eitthvað sé upptalið.
Fundurinn var mjög góður og eru þessir fundir mjög góðir til að stappa saman fólki í íþróttastarfi. ÍBA, ÍRA og íþróttafulltrúi eru mjög góðir bakhjarlar í starfi KKA og hjálpa gríðarlega til í öllu starfi félagsins.
2MOTO kynning á HOTEL KEA
Á fundi Ey-lív félagi vélsleðamanna í gær var Þorsteinn með kynningu á 2 moto græjunni. Töluverður áhugi er á þessi tæki og birtir vefurinn því upplýsingar af fyrirlestri Hér
2MOTO kynning
Á félagsfundi Ey-lív á fimmtudagskvöldið 24.02.2011, kl. 20:00 á Hótel KEA, mun Þorsteinn kynna 2MOTO græjuna.
Alexander með sleðaskólann
Vefurinn fékk rafpóst frá Lexa, hann sagði:
Sleðaskólinn verður haldinn um næstu helgi. Kennd eru grunnatriði í stjórnun sleða ásamt tips og Trix til að auka öryggi í
ferðum og sleðanotkun almennt. Hér eru smá upplýsingar um sleðaskólann sem verður um
næstu helgi. Allir velkomnir Kv LEXI