Fréttasafn

Púka Enduróferð

Jæja þá er að koma að hinni árlegu Púka enduróferð á Draflastaði, fyrirhugað er að fara á mánudaginn 09 ágúst og verður hittingur við Leirunesti kl.18:00, þau börn sem vilja fara með en hafa ekki neinn til að keyra sig geta haft samband við Gunna Hákonar sími 8982099 og við munum reyna að sameina í bíla. ef það eru einhverjar spurnigar þá er einnig hægt að hafa samband, það verður ekið um svæðið við Skuggabjargarskóg og svo verða væntanlega einhverjir leikir og gos og grill verður fyrir alla, bara að drífa sig með í skemmtilega ferð og hafa gaman, það eru nokkrir vanir fararstjórar með í för en gott er að hafa sem flesta foreldra með börnum sínum njóta útiverunnar, svo sjáumst við á mánudagskveldið , Foreldraráð......
Lesa meira
4. Umferð motocross á Akureyri.

4. Umferð motocross á Akureyri.

Laugardaginn næstkomandi eða þann 07.08.2010 fer fram 4. umferð íslandsmóts í motocross. Keppnin verður haldin á Akureyri.

Skráning fer fram á www.msisport.is  Tímatökur hefjast kl: 09:25 en fyrstu moto hefjast kl: 11:25 þegar B-flokkur byrjar. Keppnin endar síðan um kl: 16:00 og verðlaunaafhending eftir það. nánar um dagskrá mótsins er inná www.msisport.is

Búast má við skemmtilegri keppni enda veðurspá góð og brautin verður í toppformi.

KKA hvetur hjólara til að vera með í skemmtilegri keppni.

Valið verður í landslið íslands sem fer á MXON í haust. Það má því búast við látum í þessari keppni.

Mótsstjóri: Stefán Golden.  Brautarstjóri: Gunnar H.  Öryggisfulltrúi: Guðmundur Hannesson.

Lesa meira

1. ágúst 2010 Heimboð KKA / K2M

Sunnudaginn 1. ágúst kl. 10 árdegis verður ókeypis kennslutími fyrir þá sem hafa áhuga.  Kennd verða undirstöðutökin í akstri drullumallara
 
 
Kennari verður Þorsteinn Hjaltason.    Frekar óljóst er hve langan tíma það mun taka Þorstein að fara yfir þessi atriði og gera má ráð fyrir að það fari líka nokkuð eftir fjölda þátttakanda.    Allir eru velkomnir.       
Lesa meira

Heimboð KKA.

KKA í samvinnu við K2M og Nítró mun standa fyrir svokölluðu heimboði KKA

Laugardaginn 31. júlí                                           Nitro            K2M - Allt fyrir sleða & hjólafólk.                                     

Frítt í mótocross og endurobraut KKA. Allir að hjóla einsog engin sé morgundagurinn.

sunnudaginn 1. ágúst 2010

* Endurokennsla fyrir byrjendur. hefst kl: 10:00 upp við félagsheimili. Kennari Þorsteinn Hjaltason. Frítt.

* Enduroferð K2M fyrir alla. ca 2-3 tímar. Mæting með hjól á kerru eða bíl upp við félagsheimili KKA kl:13:00

* Torfærukeppni. á sunnudag kl. 18:00 ef stemmari og einhver fjöldi verður?

Þjónusta:

Tvö gasgrill verða uppí húsi. Fólk getur því grillað og notað húsið að vild.

Ef einhver er í vandræðum með geymslu á hjóli yfir nótt meðan á Akureyrardvöl stendur þessa helgi, þá er bara að hafa    sambandi við Sigurð hjá Nítró Aku. s: 893-0409

Bakvakt verður í Nítró ef eitthvað vantar. S:893-0409

Nánari uppl: Siggi s: 893-0409, Stebbi Gull s: 662 5252 Birkir: 893 7917

Lesa meira

Púkaæfing.

Púkaæfing og hittingur verður þriðjudaginn 27. júlí í Samkomugerði. Æfingin byrjar kl 20:00

Grill og stemmari verður sem aldrei fyrr. Foreldrar verða að koma börnum sýnum á staðinn. 

Endilega sem flestir að mæta.

Púkadeild KKA, 

Lesa meira

Frétt frá Bílaklúbb Akureyrar.

Sjallsandspyrnan - SKRÁNING

Skráning er nú hafin í fyrstu umferð Íslandsmótsins í sandspyrnu en keppnin fer fram á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar sunnudaginn 1. ágúst. Skráning fer fram í tölvupósti á netfanginu ba@ba.is og það sem koma þarf fram við skráningu er: Nafn ökumanns og kennitala, gerð ökutækis og flokkur ásamt upplýsingum um akstursíþróttaklúbb. Skráningu lýkur mánudaginn 26. júlí kl. 23:59.-

Keppnisgjald er krónur 5. þúsund og skal greiðast inn á reikning 565-26-580 kt. 660280-0149. Upplýsingar um reglur Íslandsmótsins í sandspyrnu má finna hér.

F.h. Spyrnudeildar BA

Garðar Garðarsson
gg@ba.is
Lesa meira

Motocrossnámskeið.

James Robo stefnir að því að vera með námskeið á sunnudaginn 18. júlí. Stúlkur frá kl: 10-14 og drengir frá 16-20

Brautin er í góðu lagi. Hvar eruð þið? drífa sig. Allir að skrá sig. þeir sem hafa áhuga vinsamlegast mailið á sigurdurb@n1.is

kv. Sig B.

Lesa meira
KKA heimboð um verslunarmannahelgina.

KKA heimboð um verslunarmannahelgina.

KKA býður hjólafólki að eiga góða hjólahelgi um verslunarmannahelgina á Akureyri.  KKA mun eftir fremsta megni reyna að gera þessa helgi skemmtilega fyrir þá sem vilja koma og eiga góða helgi á aksturssvæði KKA. Motocrossbrautin mun verða í toppformi svo og endurosvæðið.

Ekki er búið að teikna endanlega dagskrá en hún fer m.a. eftir veðri og þátttöku.

En hugsanlegir viðburðir eru:

  • Hardenduro sýningin klofinn mótor. (keppni)
  • Endurotúr í nágrenni Akureyrar (2-3 tímar)
  • Hjólatorfærukeppnin gamla góða.
  • Motocross æfingar alla helgina.
  • Kynning á sportinu fyrir byrjendur. Umhirða hjóla, búnaður o.fl.

 

Lesa meira

næsta æfing 19.júlí!

næsta æfing verður 19.júli en ekki 14.júlí.. svoleiðis að við bara sjáumst hress þá!! kl 19:30 stundvíslega
Lesa meira
þetta verður t.d kennt...

æfing á morgun!

minni á æfinguna á morgun 12.júlí, hvet alla til að koma en þetta er einungis önnur æfingin, sjáumst hress upp við braut KKA á morgun kl 19:30!  kv. Bjarki #670
Lesa meira

Svæði

KKA Akstursíþróttafélag

Stapasíða 13c - 603 akureyri
Kt: 420296-2319 - Banki: 566-05-442538 - VSK nr. 91548