Flýtilyklar
Fréttasafn
Púka Enduróferð
4. Umferð motocross á Akureyri.
Laugardaginn næstkomandi eða þann 07.08.2010 fer fram 4. umferð íslandsmóts í motocross. Keppnin verður haldin á Akureyri.
Skráning fer fram á www.msisport.is Tímatökur hefjast kl: 09:25 en fyrstu moto hefjast kl: 11:25 þegar B-flokkur byrjar. Keppnin endar síðan um kl: 16:00 og verðlaunaafhending eftir það. nánar um dagskrá mótsins er inná www.msisport.is
Búast má við skemmtilegri keppni enda veðurspá góð og brautin verður í toppformi.
KKA hvetur hjólara til að vera með í skemmtilegri keppni.
Valið verður í landslið íslands sem fer á MXON í haust. Það má því búast við látum í þessari keppni.
Mótsstjóri: Stefán Golden. Brautarstjóri: Gunnar H. Öryggisfulltrúi: Guðmundur Hannesson.
1. ágúst 2010 Heimboð KKA / K2M
Heimboð KKA.
KKA í samvinnu við K2M og Nítró mun standa fyrir svokölluðu heimboði KKA
Frítt í mótocross og endurobraut KKA. Allir að hjóla einsog engin sé morgundagurinn.
sunnudaginn 1. ágúst 2010
* Endurokennsla fyrir byrjendur. hefst kl: 10:00 upp við félagsheimili. Kennari Þorsteinn Hjaltason. Frítt.
* Enduroferð K2M fyrir alla. ca 2-3 tímar. Mæting með hjól á kerru eða bíl upp við félagsheimili KKA kl:13:00
* Torfærukeppni. á sunnudag kl. 18:00 ef stemmari og einhver fjöldi verður?
Þjónusta:
Tvö gasgrill verða uppí húsi. Fólk getur því grillað og notað húsið að vild.
Ef einhver er í vandræðum með geymslu á hjóli yfir nótt meðan á Akureyrardvöl stendur þessa helgi, þá er bara að hafa sambandi við Sigurð hjá Nítró Aku. s: 893-0409
Bakvakt verður í Nítró ef eitthvað vantar. S:893-0409
Nánari uppl: Siggi s: 893-0409, Stebbi Gull s: 662 5252 Birkir: 893 7917
Púkaæfing.
Púkaæfing og hittingur verður þriðjudaginn 27. júlí í Samkomugerði. Æfingin byrjar kl 20:00
Grill og stemmari verður sem aldrei fyrr. Foreldrar verða að koma börnum sýnum á staðinn.
Endilega sem flestir að mæta.
Púkadeild KKA,
Frétt frá Bílaklúbb Akureyrar.
Sjallsandspyrnan - SKRÁNING
Keppnisgjald er krónur 5. þúsund og skal greiðast inn á reikning 565-26-580 kt. 660280-0149. Upplýsingar um reglur Íslandsmótsins í sandspyrnu má finna hér.
F.h. Spyrnudeildar BA
Garðar Garðarsson
gg@ba.is
Motocrossnámskeið.
James Robo stefnir að því að vera með námskeið á sunnudaginn 18. júlí. Stúlkur frá kl: 10-14 og drengir frá 16-20
Brautin er í góðu lagi. Hvar eruð þið? drífa sig. Allir að skrá sig. þeir sem hafa áhuga vinsamlegast mailið á sigurdurb@n1.is
kv. Sig B.
KKA heimboð um verslunarmannahelgina.
Ekki er búið að teikna endanlega dagskrá en hún fer m.a. eftir veðri og þátttöku.
En hugsanlegir viðburðir eru:
- Hardenduro sýningin klofinn mótor. (keppni)
- Endurotúr í nágrenni Akureyrar (2-3 tímar)
- Hjólatorfærukeppnin gamla góða.
- Motocross æfingar alla helgina.
- Kynning á sportinu fyrir byrjendur. Umhirða hjóla, búnaður o.fl.