Flýtilyklar
Fréttasafn
Fundur fyrir Snocross Akureyri
Sælir kæru KKA félagar og gleðilegt nýtt ár, nú er farið að styttast í að fyrsta Snocross mót vetrarins verði haldið og við þurfum að hjálpast að við að láta það ganga sem allra best og KKA félagar eru beðnir um að mæta á fund í sambandi við mótið.
Fundurinn verður að sjálfsögðu haldinn í félagsheimili KKA- sunnudaginn 24 janúar kl 12:00, stuttur hádegisfundur með allt vaðandi í sunnudagsbakkelsi og fíneríi, sjóðheitt kaffi á könnuni og vatn fyrir gikki.
Allir sem vilja styrkja klúbbinn sinn eða menn sem vilja komast í þennan magnaða klúbb hvattir til að mæta.
F.h mótanefndar Stebbi gull
Íscross á morgun laugard 16.jan
kv. Sig B.
Fréttatilkynning frá Íþróttaráði Akureyrarbæjar.
Hin árlega úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar fer fram í hófi sem haldið verður í Íþróttahöllinni
þriðjudaginn 29. desember n.k. kl. 16:15 þar sem afhent verða viðurkenningarskjöl Íþróttaráðs Akureyrar til hvers félags fyrir sig.
Árangur akureyskra íþróttamanna var góður á árinu. Samkvæmt upplýsingum sem borist hafa til stjórnar sjóðsins hafa
128 íslandsmeistaratitlar unnist á árinu og einnig voru margir Akureyringar valdir til leiks með landsliðum í hinum ýmsu íþróttagreinum.
Það er von Íþróttaráðs að þessir glæsilegu afreksmenn, þjálfarar þeirra og forystumenn íþróttahreyfinga
á Akureyri sjái sér fært að koma til athafnarinnar. Góðar veitingar verða fram bornar í boði Akureyrarbæjar.
F.h. Íþróttaráðs
Ólína Rebekka Stefánsdóttir
Á toppi Kerlingar í 1538 metra hæð á VÉLHJÓLUM!
Bjarki Sigurðsson akstursíþróttamaður ársins hjá MSÍ
Nafn Bjarka Sigurðssonar ber svo oft á góma að augljóst er að vefurinn þarf að setja nafn hans inn á flýtitakka hjá sér.
Bjarki Sigurðsson er akstursíþróttaður ársins hjá MSÍ, Mótorhjóla og snjósleðaíþróttasambandi Íslands!!!!!
Þetta er vægast sagt frábær árangur hjá þessum þrefalda íslandsmeistara á þessu tímabili. Bjarki þú gerir okkur stolta og ert félagi þínu KKA til mikils sóma.
Bjarki til hamingju.
Bjarki Sigurðsson íþróttamaður ársins hjá KKA
Bjarki Sigurðsson er íþróttamaður ársins hjá KKA 2009
Tillagan var samþykkt einróma í stjórn KKA og á aðalfundi félagsins.
Um Bjarka má hafa langan pistil, hann er til fyrirmyndar bæði sem félagi, félagsmaður og keppnismaður. Hann er þrefaldur íslandsmeistari fyrir KKA á tímabilinu eins og margoft hefur komið fram á vefnum en ekki spillti fyrir hversu mikill fyrirmyndarmaður Bjarki er á öllum sviðum. Til hamingju Bjarki.
Aðalfundur fór vel fram
Aðalfundur 31. október 2009 kl. 10 árdegis
Sælir félagar,
þetta er u.þ.b. síðasta útkall - aðalfundur verður haldinn 31. okt. 2009 kl. 10:00 eins og áður hefur verið auglýst.
Fundurinn verður haldinn í félagsheimili KKA í Glerárhólum og mun þar verða farið yfir reikninga félagsins og malað og grobbað svolítið um verkefni og vinnu KKA á síðasta starfsári. Þegar við höfum fengið nóg af því að klappa hvorum öðrum á bakið og þagga niður gagnrýnisröddum munum kjósa í nefndir og stjórn og því næst ræða komandi starfsár og áherslur þar.
... sem sé venjuleg aðalfundarstörf, sbr. lög félagsins hér til hægri eða öllu heldur vinstri.
einn tillaga að lagabreytingu kemur frá stjórn, lagabreytingatillaga
Fjölmennum.
Bestu kveðjur Þorsteinn