Flýtilyklar
Fréttasafn
Púka enduroferđ
Nú er komið að hinni árlegu púka enduroferð að Draflastöðum, mæting verður á Leirunesti kl:18:00 á miðvikudaginn.
Það er æskilegt að börnin komi í fylgd með fullorðnum eða semja við fararstjóra um annað ef foreldrar sjá sér ekki fært að mæta, ekið verður á frábærum slóðum í Skuggabjargarskógi og það verður enginn svikinn af því.
Það kostar ekkert að koma með og það verður grill og eitthvað grín eftir túrinn, það er fínt að koma með bakpoka og hafa með sér eitthvað að drekka í túrnum og kanski eina samloku með osti eða öðru áleggi að eigin vali :)
Það verða þaulreyndir fararstjórar með í ferðinni og við höfum ekki tapað einu barni ennþá þannig að foreldrar þurfa ekki að hafa áhyggjur.
Endilega hringið í Stebba :6625252 eða Gunna H :8982099 og tilkynnið um þáttöku ,
allir eru velkomnir.
Ćfingar í júlí!!!
sjáumst uppá KKA svæði á mánudaginn 13 júlí kl 8 !!!
KV bjarki#670
Hćttir í félaginu
Félagatalið er breytingum undirorpið, stöðugt eru menn að bætast í félagið og menn að segja sig úr félaginu. Menn hætta í bili í hjólamennsku og færa sig til eða annað. Félagaskráin hefur merkt nokkra undanfarið óvirka og tekið þá út af félagatalinu. Ýmist skv. tilkynningu eða vegna þess að menn hafa ekki borgað greiðsluseðilinn og þar með sagt sig úr félaginu. Hugsanlegt er að í sumum tilvikum sé um gleymni félagsmanns að borga þannig að skoðið hvort þið hafið nokkuð verið skráðir úr félaginu. Félagatalið mun birta síðar heildarlista þeirra sem hafa orðið óvirkir félagsmenn undanfarin ár.
Ef þið viljið komast aftur inn þá sendið rafpóst á th@alhf.is
Sértakt tilbođ hjá K2M nćstu daga til félagsmanna KKA
vefurinn hefur fregnar að SiggaBald hnjáspelkurnar séu komnar aftur í búðir (AP Pro) og séu seldar stakar hægri og vinstri (gott fyrir
þá sem eru með annað ónýtt hné og þá sem ekki tíma að kaupa sér tvær spelkur).
Varahlutir eru meira að segja til í gömlu spelkurnar.
Í tilefni þessara tíðinda tókst vefnum að kría út sértakt tilboð í K2M næstu daga til félagsmanna KKA -7% afsláttur með framvísum félagsskirteinis.
Afsláttur hjá N1 gegn framvísun félagsskírteinis
MX Bikarmót í Ólafsfirđi
Jæja þá er að líða á vikuna og stutt í MX bikarmót í Ólafsfirði, Helgi Reynir er á leiðnni
í fjörðinn með ýtuna þar sem hann mun gera uppstökk og lendingar sem hvergi sjást
annars staðar á landinu. Enda landsliðsmaður á ýtunni og í brautargerð. Skráning er á
MSÍ sport síðunni endilega allir að skrá sig og taka þátt í stemmingunni í Ólafsfirði.
kv Mótanefnd VÓ
Frá umferđarnefnd - ekki tímabćrt ađ fara Bíldsárskarđiđ
Frá foreldraráđi KKA
Foreldraráð KKA
MX Bikarmót í Ólafsfirđi
Nú er búið að opna fyrir skráningu í MX Bikarmót sem haldið verður í mikið endurbættri og lengdri braut í Ólafsfirði. Helgi Reynir er búinn að fara á kostum á jarðýtunni og gera þessa braut hrikalega flotta. Ólafsfirðingar eru stórhuga og stefna að Íslandsmóti á næsta ári, þannig að nú er um að gera að taka 27 júní frá í geðveikt motocross í Ólafsfirði á vægu gjaldi.
Skráning í keppnina er á msisport.is sjáumst í firðinum
kv VÓ